Þolinmæðin er á þrotum
ASÍ hafnar pólitískum kattarþvotti. Við krefjumst alvöru uppstokkunar í banka- og embættismannakerfinu
Við viljum nýtt fólk, nýtt upphaf, nýtt Ísland!
Fundur í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötui í dag kl. 17.00 (fluttur inn vegna veðurs).
Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar. Fundarstjóri: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Guitar Islancio leikur í boði FÍH
Tækifæri til að koma skoðunum á framfæri
Forseti ASÍ og aðrir forystumenn Alþýðusambandsins ásamt formanni AFLs verða með opinn almennan fund um ástand í efnhags-og kjaramálum nk. þriðjudag á Hótel Héraði á Egilsstöðum. AFL Starfsgreinafélag mun aðstoða félagsmenn við að skipuleggja ferðir, sjá um hópferðir frá þeim stöðum sem þátttaka verður næg og að öðrum kosti taka þátt í ferðakostnaði þar sem fólk hefur samvinnu um bílanotkun.
Gunnar Smári, starfsmaður AFLs, 4700 303, Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. er ferðamálastjóri AFLs.
Breyttar reglur um atvinnuleysisbætur
Vinátta og gleði á Pólskum dögum á Reyðarfirði
Pólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Hátíðin hefst kl. 17, föstudaginn 21. nóvember, í Grunnskóla Reyðarfjarðar með fjölbreyttri menningar- og tónlistarhátíð. Við setninguna flytja stutt ávörp bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir og ræðismaður Póllands á Íslandi, Danuta Szostak.
Launafólk á Austurlandi
Efnahagsþrengingum fylgir atvinnuleysi. Atvinnuleysi er sóun á hæfileikum og starfsorku fólks. Til að mæta því ástandi sem nú blasir við hafa stéttarfélögin á Austurlandi tekið höndum saman við Þekkingarnet Austurlands, Vinnumálastofnun Austurlandi og fjölmarga aðra aðila. Við höfum sett í gang umfangsmikla dagskrá til endur-og símenntunar. Nk. mánudag kl. 13:00 verður á vegum félaganna og ÞNA kynningarfundur á því helsta sem í boði verður næstu vikurnar og mánuði. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Þekkingarnetsins að Vonarlandi, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum.