Atkvæðagreiðslu lokið um samning við Vigdísarholt.
Félagsmenn sem starfa á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði sem rekið er af Vigdísarholti hafa samþykkt nýlega gerðan kjarasamning:
Á kjörskrá voru 30
Atkvæði greiddu 20 eða 66,67%
Já sögðu 20 eða 100%
Nei sögðu 0
Skiluðu auðu 0
Félagsmenn munu fá leiðrétt laun frá 1. apríl s.l. á næstu dögum samkv.samkomulagi þar um.
Kjarasamningur undirritaður við Vigdísarholt vegna hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs.
Mynd af heimasíðu alvican.com
Nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður við Vigdísarholt vegna hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs.
Samningurinn byggir á kjarasamningum við Ríkið sem gerður var s.l sumar og gildir afturvirkt frá 1. apríl s.l Gildistími samnings er 4 ár
Kynningarfundir verða haldnir á fimmtudag og föstudag og hefst rafræn atkvæðagreiðsla í kjölfarið sem stendur til kl. 10:00 þann 13. nóvember n.k
Eru þínar upplýsingar réttar!
Það getur skipt miklu máli fyrir verkalýðsfélög að vita á hvaða starfsstöðvum félagsmenn vinna. Bæði eru fyrirtæki og sveitarfélög, orðin stærri en áður var og mörg fyrirtæki hafa margar starfsstöðvar.
Réttur til að hafa trúnaðarmann á vinnustað er mikilvægur réttur launafólks og sá réttur byggir á fjölda starfsmanna á vinnustaðnum eða starfsstöðinni. Þegar félagið fær skilagrein frá stóru sveitarfélagi – eru tugir eða hundruðir nafna á skilagreininni en engar frekari upplýsingar.
Því er það við t.d. afgreiðslu kjarasamninga, kosninga um verkföll og aðrar afgreiðslur félagsins sem leggja þarf í mikla vinnu við að vinna kjörskrá og alltaf hætta á að einhverjir verði utan kjörskrár, sem eiga að vera þar. Þegar kemur að trúnaðarmannakosningum – er ljóst að félagsmenn AFLs um allt félagssvæði eiga rétt á miklu fleiri trúnaðarmönnum en við höfum í dag. Ein leið til að tryggja að sem flestar starfsstöðvar geti kosið sér trúnaðarmann – er að skrá sig á starfsstöðina.
Félagið mun síðan fylgjast með hvaða starfsstöðvar hafa fleiri en 5 félagsmenn og gangast fyrir trúnaðarmannakosningum á þeim.
Á mínum síðum á www.asa.is er auðvelt að skrá starfsstöð og einnig að tilkynna um breytingu á starfsmannaflokk og jafnvel skrá starfsheiti.
Athugasemd um athugasemd
Mynd úr myndasafni AFLs
Vegna áréttingar Vatnajökulsþjóðgarðs óskar formaður AFLs Starfsgreinafélags eftir að koma eftirfarandi á framfæri
Það eru ánægjulegar upplýsingar að þjóðgarðurinn hafi gert samkomulag um samningslok við umræddan rekstraraðila sem verið hefur með veitingastarfsemi í Skaftafelli.
Jafnframt er vonast til að þjóðgarðurinn vandi sig betur næst við val á rekstraraðila, standi á annað borð til að bjóða út reksturinn.
Það vekur sérstaka athygli að þjóðgarðinn lætur að því liggja að lögmaður hans hafi logið í formanninn þegar hann upplýsti að samningur við umræddan aðila hafi verið framlengdur í 3 ár.
Símtal lögmannsins eru einu samskiptin sem fulltrúar þjóðgarðsins hafa haft frumkvæði af við AFL , þrátt fyrir að fullyrt sé að það hafi verið leitað fulltingisins verkalýðsfélaga vegna umrædds máls.
Hafi þjóðgarðurinn sett sig í samband við önnur verkalýðsfélög, vegna starfsmannamála í veitingasölunni í Skaftafelli þá kallar það á enn aðrar spurningar, þar sem starfsemin er rekin á félagssvæði AFLs.
Í áréttingu Vatnajökulsþjóðgarðs er síðan fullyrt að ekkert hafi komið út úr eftirliti verkalýðsfélaga né lögreglu. Þó liggur fyrir að endurtekið hefur þurft að innheimta vangoldin laun starfsmanna, starfsmenn hafa verið við störf sem án starfsréttinda hérlendis, en upplýsingar um það berast Vinnumálastofnun, auk þess að lögregla hefur þurft að aðstoða fólk við að komast í burtu eftir ofbeldishótun á vinnustaðnum.
Að mati formannsins sæmir það ekki opinberri stofnun að fjalla af slíkri léttúð um jafn alvarleg málefni og hér eru rakin .
AFL Starfsgreinafélag kallar eftir samfélagslegri ábyrgð stofnana ríkisins.
Sjá áréttingu þjóðgarðsins https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/frettir/aretting-vegna-umfjollunar-i-thetta-helst-a-ruv
Kjarasamningur við sveitarfélög samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs við samband ísl. sveitarfélaga sem undirritaður var þann 26. september s.l lauk núna kl. 10:00
Á kjörskrá voru 782
Atkvæði greiddu 253 eða 32,35%
Niðurstaða atkvæðagreiðslu
Já sögðu 212 eða 83,8%
Nei sögðu 22 eða 8,7%
Auðir seðlar 19 eða 7,5%
Fleiri greinar...
- Atkvæðagreiðsla hafin um kjarasamning við sveitarfélögin
- Verkfalli aflýst
- Starfsmaður óskast á Höfn
- Verkfallsboðun samþykk með miklum atkvæðamun
- Afskipti bæjarstjóra af kosningum um verkfall ólögleg?
- Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar
- Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2024
- Góð heimsókn frá nágrönnum
- Opið fyrir bókanir um jól og áramót
- Árangurslaus samningafundum með sveitarfélögum.