Úthlutun orlofshúsa um páska er lokið og verið að vinna í biðlistum umsókna. Opnað verður á næstu dögum fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum AFLs í sumar - en úthlutað verður 9. apríl nk. Ástæða þess að ekki er búið að opna fyrir umsóknir er sú að verið er að ganga frá samningum um hús sem félagið leigir frá öðrum aðila til að framleigja til félagsmanna AFLs.
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2025 til 2027.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára og einn varamann (karl) til tveggja ára í stjórn sjóðsins.
Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.10) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.fyrir kl. 16.00 laugardaginn 22. febrúar 2025.
Fyrirspurnir skulu einnig berast á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Myndatexti: Fundinn sóttu fyrir hönd VR og AFLs (talið frá vinstri): Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, Kristín María Björnsdóttir, formaður deildar VR á Austurlandi, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Birkir Snær Guðjónsson, varaformaður AFLs, og Ásdís Helga Jóhannsdóttir, eftirlits- og kjarafulltrúi hjá AFLi.
VR og AFL – Starfsgreinafélag funduðu í gær með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðabyggðar til að mótmæla fyrirhugaðri hækkun leikskólagjalda í sveitarfélaginu. Samkvæmt útreikningum AFLs hækka leikskólagjöld um 40% ef miðað er við átta stunda vistunardag en um 62% fyrir 8,5 klukkustundir. Inni í þessu er upptaka tuttugu svokallaðra skráningardaga yfir skólaárið sem foreldrum er gert að greiða sérstaklega fyrir. Þrátt fyrir að fyrirhugað gjald fyrir hvern skráningardag hafi lækkað úr fimm þúsund krónum í þrjú þúsund krónur hleypur hækkunin á tugum prósenta.
Á fundinum lögðu Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, áherslu á að við undirritun kjarasamninga í fyrra hafi verið samið um að sveitarfélög héldu aftur af gjaldskrárhækkunum. Tugprósenta hækkun á leikskólagjöldum gangi því í berhögg við kjarasamninga. Enn fremur sé ótækt að varpa byrðum vegna mönnunar- og skipulagsvanda leikskóla yfir á herðar foreldra sem stunda launavinnu. Sveitarfélagið beri ábyrgð á að leita annarra lausna.
„Við teljum að með þessum leikskólagjaldahækkunum gangi Fjarðabyggð í raun gegn þeim kjarasamningum sem samþykktir voru á síðasta ári. Af fundinum er ljóst að markmiðið er að fækka þeim dögum sem börn eru í leikskóla en einnig að áhrif þeirrar stefnu á bæði launafólk og jafnrétti kynjanna hafa ekki verið tekin með í reikninginn. Við lögðum áherslu á að við höfum fullan skilning á þeim vanda sem leikskólar víða um land standa frammi fyrir og varða mönnun, kjör og aðbúnað. Við mótmæltum því hins vegar að byrðunum vegna þess væri velt yfir á launafólk sem á börn á leikskólaaldri,“ segir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.
Hækkun á leikskólagjöldum í Fjarðabyggð á að ganga í gildi í mars nk. Það er von bæði VR og AFLs að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki hækkun leikskólagjalda til endurskoðunar með tilliti til kjarasamninga og áhrif á launafólk.
Félagsmenn AFLs sem og aðrir íbúar landsbyggðarinnar hafa áhyggjur af framtíð sjúkraflugs til Reykjavíkur og tilvist flugvallarins. Stjórn Landssambands Íslenskra Verslunarmanna deilir þessum áhyggjum og ályktaði eftirfarandi.:
Ályktun stjórnar LÍV vegna heilbrigðisþjónustu fyrir félagsfólk LÍV
Stjórn Landssambands íslenzkra verslunarmanna (LÍV) lýsir yfir þungum áhyggjum af heilbrigðisþjónustu fyrir félagsfólk LÍV sem býr utan höfuðborgarsvæðisins í kjölfar ákvörðunar um að loka annarri af tveimur flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli. Það eru óboðlegt að slík ákvörðun sé tekin án þess að öryggi sjúklinga sé tryggt og ljóst að hún mun í einhverjum tilfellum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga sem þurfa flutning til Reykjavíkur með sjúkraflugi.
Það er krafa LÍV að þeir aðilar sem bera ábyrgð á þessari stöðu, Reykjavíkurborg, Isavia, Samgöngustofa og Innviða- og Heilbrigðisráðuneytið, bregðist tafarlaust við með því að opna flugbrautina á ný og eyða þar með óvissu um öryggi og velferð sjúklinga víðsvegar um landið þar til önnur lausn er komin í notkun og á meðan flugvöllurinn er í Vatnsmýri.
Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum AFLs og íbúðum um páskana. Dregið verður úr umsóknum um dvöl í orlofshúsum AFLs en í íbúðir félagsins í Reykjavík og á Akureyri gildir "fyrstur kemur fyrstur fær. Staðfestingagjald bókunar er kr. 5.000 og er það ekki endurgreitt falli félagi síðan frá bókun.
Eindagi fullnaðargreiðslu er 15. mars. Leigutímabil bæði orlofshúsa og íbúða er 16. - 23. apríl. Hægt er að bóka íbúðir beint á mínum síðum AFLs eða sækja um dvöl í orlofshúsi.