Stefnumarkandi ákvörðun?
Upplýsingar frá Alþýðusambandi Íslands
Hér til hægri á heimasíðu okkar eru tenglar inn á upplýsingapésa er lögfræðisvið Alþýðusambands Íslands hefur unnið síðustu daga. Þar er m.a. fjallað um uppsagnir, ákvæði laga og kjarasamninga við uppsagnarferil, hópuppsagnir og fleira. Þá er fjallað um ábyrgð á innistæðum og útskýrður munur á mismunandi tegundum innlánsreikninga.
Trúnaðarráð AFLs boðað til fundar
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags, hefur boðað trúnaðarráð félagsins til fundar næstkomandi mánudag. Fundurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Hótel Héraði á Egilsstöðum.
Á dagskrá eru efnahags-og kjaramál, kosning formanns kjörstjórnar, kjör samninganefndar félagsins og önnur mál.
Séreignasparnaður: Engin ástæða til að hætta
Skrifstofur lokaðar - starfsmenn stilla saman strengi
Skrifstofur félagsins verða lokaðar í dag vegna fundar starfsfólks. Svarað verður í síma 4700 300 til klukkan 16:00 í dag og verður Ragna Hreinsdóttir, verkefnisstjóri AFLs við símann. Annað starfsfólk mun koma saman í húsi félagsins á Djúpavogi.
Więcej artykułów…
- SGS: Formannafundi frestað
- Ráðvillt og dofin þjóð!
- Slegið á útrétta hönd
- "Munum sýna auðmýkt" - AFL skoðar veraldarvefinn
- Atvinnuöryggi: Alþjóðlegur baráttudagur
- Kortlagningu heimilda að ljúka!
- Leigjendur fórnarlömb gjaldþrota
- AFL: Símenntunarverðlaun 2008
- Miðstjórn ASÍ á Kárahnjúka
- Vinnusöm kjaramálaráðstefna að baki