Einhliða kjaraskerðingar standast ekki!
Þriðjungur atvinnulausra án aðstoðar stéttarfélaga
Samkvæmt upplýsingum AFLs gefur um þriðjungur atvinnlausra ekki upp stéttarfélagsaðild við skráningu hjá Vinnumálastofnun og nýtur þar með ekki réttinda úr sjúkrasjóðum eða starfsmenntasjóðum félaganna.
AFL hvetur alla félagsmenn sína til að gefa upp félagsaðild við skráningu á atvinnuleysisskrá og merkja við að greiða skuli félagsgjald. Benda má á að ef viðkomandi veikist eða verður fyrir slysi, fellur réttur til atvinnuleysisbóta niður þar sem viðkomandi er ekki vinnufær. Réttur í sjúkrasjóði stéttarfélags getur því ráðið úrslitum um afkomu heimilisins. Ennfremur veita stéttarfélögin félagsmönnum sínum verulega þjónustu - annast innheimtu launa vegna gjaldþrots fyrirtækja og almenna hagsmunagæslu í atvinnuleysi. Þá standa félögin fyrir námskeiðum og styðja nám af ýmsum toga á meðan atvinnuleysi stendur. Ennfremur veita stéttarfélögin félagsmönnum sínum verulega þjónustu - annast innheimtu launa vegna gjaldþrots fyrirtækja og almenna hagsmunagæslu í atvinnuleysi. Þá standa félögin fyrir námskeiðum og styðja nám af ýmsum toga á meðan atvinnuleysi stendur.
Enginn árangur í samningaviðræðum!
Rausnarleg jólagjöf Brimbergs
Góð kauphækkun hjá Járnblendinu
Nú í morgun gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi vegna starfsmanna Elkem á Grundartanga. Samningurinn felur í sér 22% kauphækkun á samningstímanum skv. frétt heimasíðu félagsins. Taxtahækkun við undirskrift samnings nemur 45.000 - 56.000 eftir starfsaldri.
Więcej artykułów…
- Viðræður við sveitarfélögin á Austurlandi.
- Þolinmæðin er á þrotum
- Vinátta og gleði á Pólskum dögum á Reyðarfirði
- Tækifæri til að koma skoðunum á framfæri
- Launafólk á Austurlandi
- Breyttar reglur um atvinnuleysisbætur
- ALCOA dregur enn úr framleiðslu
- Mótmælum hækkun gjaldskrár
- Svartur dagur á Egilsstöðum
- Unnt að kalla ráðherra til ábyrgðar