AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ársfundur ASÍ

Gylfi ArinbjarnarsonÁtján fulltrúar AFLs auk þriggja ungliða mættu til 8. ársfundar Alþýðusambandsins 23 og 24. október 2008. Grétar Þorsteinsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti, í hans stað var Gylfi Arnbjörnsson kjörinn forseti ASÍ.

Gylfi hafði frá árinu 2001 verið framkvæmdastjóri ASÍ en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur Kjararannsóknarnefndar.  Hann var hagfræðingur ASÍ frá 1992-1997 og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. frá 1997-2001.

Gylfi Arnbjörnsson er fæddur í Keflavík 12. maí 1958.  Foreldrar hans eru Jóna Sólbjört Ólafsdóttir verslunarmaður og Arnbjörn Hans Ólafsson sjómaður.  Þau eignuðust sjö börn.

Eiginkona Gylfa er Arnþrúður Ösp Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Listaháskóla Íslands og eiga þau fjögur börn.  Gylfi lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1978 og meistaragráðu í Hagfræði frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn 1986.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi