FAQ - Orlofsmál
Orlofsíbuðir AFLs eru í Stakkholti 3, 105 Reykjavík og Ásatúni 42, 600 Akureyri.
Leiðarlýsing og hvernig kemst ég inn í íbúðina ?
- Stakkholt 3 Reykjavík leiðina - ef notaður er gps eða önnur leiðarlýsing þá er þér vísað baka til að byggingunni. Best er að keyra að húsinu frá Rauðarárstíg – upp Stórholt og svo strax til vinstri í Þverholt og þá aftur strax til hægri, grindverk og gaflinn á Euro Market afmarkar leiðina niður í bílakjallara - á grindverkinu er kortalesari. Sjá kort
- Ásatún 42 Akureyri leiðin - ef notaður er gps eða önnur leiðarlýsing þá er þér vísað á réttan stað, annars er best að aka Eyjafjarðarbraut til suðurs (í átt að flugvellinum) og beygja síðan til hægri upp Naustaveg sem leiðir þig upp á Miðhúsabraut - beygja síðan til vinstri á hringtorgi nr. 2 – inn Kjarnagötu (við Bónus) og beygja síðan strax aftur til vinstri í Ásatún - neðar í götunn finnur þú Ásatún 42. Sjá kort
- Félagsskírteinið er lykillinn að íbúðinni. – Aðgangsheimildir opnast kl. 15:00 – 15:08 daginn sem leiga hefst. Heimildir lokast kl. 12:00 daginn sem leigu lýkur. það kostar Ikr. 5.000 að gleyma félagsskírteininu. Ef þú átt ekki félagsskírteini - talaðu við næstu skrifstofu félagsins með góðum fyrirvara til að fá skírteini eða leigja aukaskírteini.
- Leggðu í rétt bílastæði. Í Stakkholti 3 Reykjavík á hver íbúð sitt stæði í bílakjallara, bílastæðin eru merkt AFLi og með númeri íbúðarinnar, talan 3 fyrir framan íbúðarnúmerið táknar Stakkholt 3. Við Ásatún 42, Akureyri eru ekki sérmerkt stæði.
Er Umsjónarmaður eða húsvörður á staðnum ?
- Það er enginn húsvörður í húsinu og engin 24 tíma vakt til að leysa úr vandamálum.
- Þetta eru orlofsíbúðir verkalýðsfélags en ekki hótelrekstur og við ætlumst til að félagsmenn leysi minniháttar vandamál sjálfir og stærri vandamál á dagvinnutíma á virkum dögum. Ræstifyrirtæki er að störfum í húsinu frá ca 11:00 og eins lengi og það tekur að þrífa allar skiptiíbúðir. Aðrir starfsmenn á vegum hússins koma í það eftir þörfum og til að leysa verkefni sem liggja fyrir.
Hvernig virkar neyðarsíminn ?
- Neyðarsíminn – 4700 340 - það eru starfsmenn AFLs sem staðsettir eru á Austurlandi sem svara þessu númeri eftir kl. 16 og um helgar. Þetta er nánast sjálfboðavinna og einungis ætlað til að sinna „neyðartilvikum“.
- Í þessum síma veitum við ekki aðstoð við bókanir. Neyðarástand væri t.d. vatnsleki, ofnar virka ekki, biluð lyfta, rafmagnsleysi eða álíka. Við lítum ekki á það sem neyðarástand þó þvottavél virki ekki, sjónvarpið sé stillt á HDM 1 eða bílastæðið með íbúðinni sé þröngt. En ef félagsmaður á í vanda – þá er bara að hringja í neyðarnúmerið. Við reynum að leysa úr vandamálinu sbr. þó að ofan. Við t.d. köllum ekki út viðgerðafólk v. sjónvarps eða þvottavélar á kvöldin. Það bíður næsta dags.
- Ath – þeir sem svara neyðarnúmerinu sitja ekki við símann og bíða. Fyrir kemur að neyðarnúmerið svarar ekki fyrstu hringingu - en við hringjum þá til baka þegar við sjáum að reynt var að ná í okkur. Sá sem hefur neyðarsímann á hverjum tíma, getur hafa verið í göngu, í verslun, að borða eða að sinna hverju því erindi sem fólk sem ætti að eiga frídag getur verið að gera.
Bílakjallari og bílastæði - hvar er mitt stæði?
- Bílakjallarinn Stakkholti 3. Til að komast í hann þarf félagsskírteinið. Ekið er niður við gaflinn á „Euromarket“ - skynjari fyrir kortið er á endanum á járnhandriðinu vinstra megin við bílinn, bílastæði AFLs eru til vinstri innst í kjallaranum.
- Engin sérmerkt bílastæði eru við Ásatún 42.
- Stæðin í Stakkholti 3 er á sömu hæð og ekið er inn á í bílakjallara – og lengst til vinstri. Öll stæðin eru merkt með Logói AFLs og íbúðanúmeri t.d. 3- 204. ( talan 3 fyrir framan íbúðarnúmerin er vegna þess að við erum í Stakkholti 3, en bílakjallarinn tilheyrir Stakkholti 2, 3 og 4. Sekt er við að leggja í stæði annarra í Stakkholtinu.
- Ekki leggja í stæði annarra þó einhver sé í þínu stæði. Það margfaldar vandamálið sem við þurfum að glíma við. Áður en kallað er á dráttarbíl reynum við að hafa uppi á þeim sem er í röngu stæði. Það er gert ýmist með því að leita í bifreiðaskrá eða fylgjast með í öryggismyndavélum – inn í hvaða íbúð viðkomandi fer. Þetta tekur allt mikið lengri tíma ef 2 – 3 bílar eru í röngum bílastæðum.
- Starfsfólk AFLs getur ekki úthlutað þér öðru bílastæði . Bílastæðin í Stakkholti fylgja íbúðum og sum eru þröng og erfitt að komast í. Menn verða að lifa með því.
- Bílastæðin uppi við Stakkholt 3 eru fyrir fatlaða og þjónustubíla v. hússins. Aðrir bílar eru hiklaust dregnir á brott. Ath – fólk úr nágrenninu leggur þarna líka þannig að við leitum ekki að eiganda bíls sem þarna er – við hringjum á dráttarbíl. Ath – við hliðina á stæðunum er gangstéttin út á götu og þarf að halda henni auðri. Sorphirðufólkið fer þá leið með gámana og ef það er bíll á stéttinni – fara þeir og koma ekki aftur.
- Hleðslustöðvar fyrir bíla í Stakkholt 3- Ath. skynjari til að opna stöðina er í botninum á stöðinni. Þú getur aðeins opnað stöðina við þitt stæði með þínu félagsskírteini. Tengistykkin sem eru við stöðvarnar eru þau sem við höfum. Við höfum ekki millistykki yfir í önnur kerfi.
- Tvær inngöngudyr eru úr bílakjallaranum í Stakkhotli 3 - til að far upp í íbúðirnar.
Er heimilstækið eða búnaðurinn bilaður?
- Eldavélin er með barnalæsingu. Halda þarf niður takkanum með „lykilmerkinu“ í nokkrar sekúndur. Ath – þegar barnalæsingin hefur verið tekin af þarf að slökkva á vélinni og kveikja aftur. Barnalæsingin er sett á með sama hætti. Leiðbeiningamyndband
- Uppþvottavélin er ekki biluð. Það er kveikt á henni ofan á hurðinni, einnig fer hún ekki af stað ef sían í botninum á henni er orðin full.
- Þurrkarinn gengur ekki endalaust án þess að vatn sé tæmt úr honum eða síur þrifnar. Ræstingafólkið okkar skoðar ekki þvottavél og þurrkara við hver skipti. Leigutakar þurfa að fylgjast með síum og vatnsgeymi.
- Ískápurinn á að vera stilltur á 4° í kæli og -18° í frysti. Ef ískápurinn er stilltur á kaldara – gengur mótorinn án afláts og veldur ónæði og einnig styttir það líftíma tækisins verulega.
- Barnastólar og barnarúm eiga að vera í flestum íbúðum. Það á alltaf að vera aukabarnarúm í hjólageymslu. Þetta eru ferðarúm og eru samanpökkuð. Ef félagi vill tryggja að þessi búnaður sé til staðar í íbúð – vinsamlega hafið samband við Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. 2 – 3 virkum dögum fyrir komu. (Ath. – engin sameiginleg geymsla er í Ásatúni.)
- Sjónvarpið er „snjalltæki“. Það eru forstilltar opnu rásirnar á Íslandi auk 20 – 30 erlendra stöðva sem við tökum með gerfihnattadiski. Félagsmönnum er frjálst að koma með afruglara eða nota símann sinn eða annað tæki til að tengja við sjónvarpið og nota sínar áskriftir. Engar „keyptar“ rásir eru í sjónvarpinu. (Ekki er gervihnattarsjónvarp í Ásatúni)
- Það eru HDMI tengi á sjónvarpinu og fólki er frjálst að tengja sín tæki við það. Vinsamlega stillið aftur á sjónvarpsrás við brottför því sumt eldra fólk lendir í vandræðum með að finna sjónvarpsútsendingu.
- Ef ekki kemur mynd á sjónvarpið – þá veljið „source“ (getur verið „input“ á sjónvarpsfjarstýringunni og veljið síðan „TV“ .
- LAN tenging. Það á að vera einn virkur lan-tengill í hverri íbúð – fyrir aftan sjónvarpið. Lan-snúra á að vera í skápnum undir sjónvarpinu.
- Má fara með stóla eða annan búnað á milli íbúða? Það er í sjálfu sér ekki bannað að lána nágranna borðstofustóla eða annað smádót ef viðkomandi er t.d. með matarboð. En báðir aðilar eru ábyrgir fyrir því að koma lánshlutum aftur á sinn stað. Það verður innheimt aukagjald ef starfsfólk ræstifyrirtækisins þarf að fara að bera búnað milli íbúða.
Komutími - brottfarartími - af hverju virkar kortið ekki?
- Kortin eiga að virka á þína leigu milli 15:00 á komudegi og þar til 12:00 á brottfarardegi.
- Ef kemur gærnt ljós og hurðin opnast ekki dugar oft að toga fyrst í hurðina áður en reynt er að opna þá situr hún föst sleppijárninu og það nær ekki að sleppa.
- Af hverju opnast kortið ekki alltaf á slaginu kl. 15:00. - Það er af því að bakvinnslan í orlofskerfi félagsins sendir fyrirmæli á aðgangskerfið um opnunina kl. 15:00. Bakvinnslan er 0 til 8 mínútur að keyra hringinn – þannig að kortin opnast einhvern tímann á bilinu 15:00 – 15:08. Við næstu uppfærslu aðgangskerfis munum við ná að laga þetta þannig að opnun verði alltaf kl. 15:00 en það verður ekki næstu mánuði.
- Af hverju virkar kortið ekki eftir kl. 12:00. Opnun og lokun félagsskírteina sem aðgangsskírteini að íbúðunum er sjálfvirk. Þess vegna lokast kortin kl. 12:00. Það borgar sig ekki að skilja barn eftir í íbúðinni meðan hlaupið er út með síðustu töskuna – en það hefur gerst. Ef komast á út úr bílakjallaranum eftir kl. 12:00 með læst kort – þá er rofi við hurðina sem unnt er að opna hana með.
- Er hægt að komast inn fyrir kl. 15:00 ? - Getur starfsfólk AFLs leyft það - Samningum AFLs við ræsifyrirtækið er að allar skiptiíbúðir eru í umsjón fyrirtækisins frá 12:00 til 15:00 þannig að starfsfólk AFLs hefur ekki heimild til að lofa fólki að það komist inn fyrir kl. 15:00. Í einstaka tilvikum leyfir starfsfólk ræstifyrirtækisins fólki að setja töskurnar sínar inn.
Hvernig á ég að skilja við íbúðina ?
- Taka af rúmum og setja í óhreinatauskörfu/skúffu
- þrífa og hreinasa alla fleti þ.m.t. bakarofn og salerni - þarft þó ekki að skúra.
- Skilja alla hluti eftir á "sínum" stað.
- Taka allt þitt með þér þar á meðal mat/matarafganga og rusl.
- Sjá umgengnisreglur