Einn félagsmanna AFLs hafði samband við skrifstofu félagsins og sýndi auglýsingu frá fyrirtæki sem kallar sig "Smart Jobs" og birtist í visir.is. Þar segir að fyrirtækið hafi nýlega opnað vinnumiðlun í Reykjavík, New York og London - til þess að útvega Íslendingum atvinnu - aðallega í Englandi. Fyrirtækið rukkar skráningargjald fyrir þjónustuna.
HB Grandi mun greiða hluthöfum 8% arð af 2,3 milljarða króna hagnaði síðasta árs. Verkalýðsfélag Akraness fjallar um málið á heimasíðu sinni í dag. Sjá hér
Þekkingarnet Austurlands og AFL Starfsgreinafélag opnuðu í gær nýtt námsver í húsnæði AFLs að Búðareyri 1 á Reyðarfirði. ÞNA mun starfrækja námsverið en AFL Starfgreinafélag hefur innréttað húsið þannig að það henti sem fundaraðstaða og til kennslu.
Hvað gerðist og hvað gerum við svo? Þjóðkirkjan, AFL Starfsgreinafélag og Þekkingarnet Austurlands bjóða íbúum Austurlands að sækja opinn umræðufund um efnahagsástandið, ástæður fallsins og leiðir út úr vandanum. Á fundunum munu þeir Vilhjálmur Bjarnason og Stefán Einar Stefánsson flytja erindi. Fundirnir verða haldnir á: - Egilsstöðum í húsnæði ÞNA að Tjarnarbraut 39 e, föstudaginn 27. febrúar kl. 20. - Reyðarfirði í húsi AFLs- Molanum, Búðareyri 1, laugardaginn 28. febrúar kl. 15. Einnig í fjarfundum víða um Austurland, þeir sem vilja nýta þá tækni hafi samband við ÞNA í netfang Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript..
Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
Á vorfundi SGS semáformað er að halda í Vestmannaeyjum í maímánuði verður fjallað um áhrif af stöðu efnahagsmála á velferðarkerfið. Ljóst er að verulegur halli er á ríkisfjármálum á þessu ári og kannski lítil ástæða til að ætla að um verulegan tekjuauka verði á næstunni. Alþjóða gjalddeyrissjóðnum hefur verið lofað að fjárlög verði hallalaus innan fárra ára.
Um 25.000 félagar í IF Metall í Svíþjóð, en það eru að mestu leyti starfsfólk í iðnaði, er atvinnulaust og um 40.000 hefur verið tilkynnt um mögulegar uppsagnir. Vegna þessa ástands hafa launagreiðendur og IF Metall gengið frá rammasamkomulagi um hlutastörf og tímabundnar uppsagnir.