AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Nýting á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags

SólheimarBúið er að gera upp nýtingu á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags fyrir árið 2008 og verður að segjast að hún er með ágætum. Meðalnýting allra íbúða er 83,61% sem teljast verður allgott. Þá ber að geta þess að inni í þessu hlutfalli er tímabil sem notuð voru til viðhalds og viðgerða á íbúðunum og skekkir það myndina talsvert til lækkunar á leiguhlutfallinu.

Czytaj dalej

Samningar skuli standa!

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags var á fundi nú í kvöld og lauk fundinum með því að meðfylgjandi ályktun var samþykkt með þorra atkvæða gegn tveimur.

Czytaj dalej

Fjölmennur formannafundur SGS

thumb_fundur_rvk_4_febrStarfsgreinasamband Íslands hélt formannafund í gær þar sem m.a. var fjallað um ástand í efnahagsmálum og stöðu kjaramála en fyrir liggur að samkvæmt núgildandi kjarasamning eiga að koma til framkvæmda launahækkanir 1. mars.

Czytaj dalej

Kynning á iðnnámi 2009

Kynning á iðnnámiKynning á iðnnámi verður haldin í námsverinu að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, litla molanum á morgun miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13 – 15. Fulltrúar frá Fræðslusetrinu Iðunni, Rafiðnaðarsambandinu og Verkmenntaskólanum í Neskaupstað munu kynna hinar ýmsu iðngreinar og möguleika til náms.  Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að mæta.

Fundarferð lokið - fundur samninganefndar AFLs

Fundarferð formanns AFLs og starfsfólks á vinnustaði og þéttbýliskjarna félagssvæðisins lauk með vinnustaðafundi hjá verktakafyrirtækinu Myllunni í hádeginu. Í kvöld hefur verið boðaður samninganefndarfundur AFLs og verður þar fyrirhuguð endurskoðun kjarasamninga til umræðu.

Czytaj dalej

Iðnnámskynning tókst vel

thumb_kynningidnamAFL stóð fyrir kynningu á iðnnámi í námsverinu að Búðareyri 1 á Reyðarfirði í dag miðvikudaginn 4. febrúar.  Nemendur úr 10. bekkjum grunnskólanna á svæðinu og nemendur úr ME og VA fjölmenntu á kynninguna.  Hún tókst vel þrátt fyrir mikið fjölmenni, krakkarnir voru til fyrirmyndar og mjög áhugasamir um það sem fram fór.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi