AFL starfsgreinafélag

Bjartur NK 121 á miðin!

pic10020401

 Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags brá sér ásamt starfsmanni félagsins um borð í Bjart NK 121, ísfisktogara Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, þegar skipið var að leggja af stað í veiðiferð.

Tilefni heimsóknar formannsins var að kjósa nýjan trúnaðarmann en Sigurd Jacobsen hefur látið af því starfi og var Haraldur Egilsson kosinn í hans stað.

Ennfremur voru orlofskostir sumarsins kynntir og kvótamál og fyrningarleið og fleiri mál rædd.

Czytaj dalej

Þjóðfundir um land allt

Smyndir_af_kubbi_litlu_vl_068 óknaráætlunin 20/20, til enduruppbyggingar atvinnulífs er nú í undirbúningi. Liður í undirbúningi áætlunarinnar er að halda þjóðfundi um land allt - alls 8 fundi. Sá fyrsti var um síðustu helgi á Egilsstöðum og voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga, hagsmunasamtaka og atvinnulífs og að auki handahófsvalinn hópur íbúa á Austurlandi.

Czytaj dalej

Kjarasamningar við ALCOA undirbúnir

Trúnaðarmenn AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hjá ALCOA héldu fund með fulltrúum félaganna í morgun og hófu undirbúning gerð kjarasamnings við ALCOA Fjarðaál - en gildandi samningur rennur út í nóvember nk. Trúnaðarmenn fjölluðu aðallega um fyrirkomulag viðræðna, viðræðuáætlun og tímasetningu kröfugerðar og skipan í samninganefnd.

Samkvæmt tillögum trúnaðarmannanna verða alls 34 fulltrúar í samninganefnd félaganna.

Czytaj dalej

Orlofsíbúð AFLs á Spáni

thumb_spannradhussundlaugUmsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante.
Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er u.þ.b.
30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante.
Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns.
Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót).
Leigt er 2 vikur í einu og er leigan kr. 47.000, fyrir félagsmenn.

Czytaj dalej

Að lifa lífinu á jákvæðan hátt!

thumb_namskeidFjölbreytt námsskrá AFLs Starfsgreinfélags í samvinnu við Þekkingarnet Austurlands fyrir byrjaða vorönn verður borin í hús á næstu dögum. Námskeið AFLs eru kynnt hér að neðan. Nánari upplýsingar um einstök námskeið gefa þær Bergþóra Arnórsdóttir, verkefnisstjóri Símenntunar hjá ÞNA, 471 2738, og Ragna Hreinsdóttir, 4700 311, náms-og starfsráðgjafi AFLs Starfsgreinafélags.

Unnt er að skrá sig til náms hjá ÞNA og á skrifstofum AFLs. Sjá nánar um námskeiðin

Czytaj dalej

Stjórnvöld hafa brugðist

Stjórn AFL Starfsgreinafélags samþykkti á fundi sínum sem var að ljúka eftirfarandi ályktun. Miklar umræður voru á fundinum um stöðu efnahagsmála.

Czytaj dalej