AFL starfsgreinafélag

Orlofsuppbót greidd?

peningarÞann 1. júní eiga starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí, að hafa fengið greidda orlofsuppbót, uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á árinu. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Sjá Upphæðir orlofsuppbóta

Czytaj dalej

Nýtt tæki til að uppræta launamun kynjanna.

thumb_vinnandiÞrátt fyrir að lög um launajafnrétti er kynbundinn launamunur enn til staðar í íslensku samfélagi..
Í viðhorfskönnun félagsins frá því í vetur mælist kynbundin launamundur meðal félagsmanna  8.7% þegar tekið hefur verið tillit til línulegrar aðhvarfgreininar (aldur, starf, vinnufyrirkomulag og fjölda vinnustunda).
Í gær var kynntur  nýr staðall, jafnlaunastaðall,  sem tæki í baráttunni fyrir fullu  launajafnrétti kynjanna. Í kjarasamningum í febrúar 2008 náðist samkomulag um upptöku hans. Staðallin hefur verið í vinnslu síðan og er nú tilbúinn til notkunnar.

Czytaj dalej

Heimsókn frá Færeyjum

thumb_faereyskirtruFimmtíu trúnaðarmenn frá Starvsmannafelaginu í Færeyjum komu í heimsókn á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði nú fyrir hádegi. Trúnaðarmennirnir eru í kynningarferð á íslandi, liður í að þjappa hópnum saman. Starvsmannafelag Færeyja er stærsta fagfélag almennra starfsmanna ríkis og sveitafélaga eða með um 2.200 féglasmenn, sem koma víðsvegar af eyjunum. 

Czytaj dalej

Vinnustaðaeftirlit skilar árangri

Átaksverkefni ASÍ, SA og RSK "Leggur þú þitt af mörkum" hefur skilað talsverðum mælanlegum árangri. Samkvæmt niðurstöðum könnunar var um 11,9% starfsmanna hjá fyrirtækjum sem skoðuð voru 2011 í svartri vinnu en í sambærilegri könnun á fyrstu mánuðum 2012 voru 7,6% starfsmanna í svartri vinnu. Átakið fór fram þannig að fulltrúar vinnustaðaeftirlits ASÍ og aðildarfélaga, SA og fulltrúar RSK heimsóttu fyrirtæki og skoðuðu m.a. vinnustaðaskírteini.

Czytaj dalej

Höfnum pólitískum afskiptum af rammaáætlun

Miðstjórn Samiðnar skorar á Alþingi að láta af flokkspólitískum inngripum í rammaáætlun um orkunýtingu. Samþykkt Alþingis á upphaflegu áætluninni, sem byggir á faglegu mati og sjónarmiðum sátta í samfélaginu, er nauðsynleg svo rjúfa megi þá stöðunum sem skapast hefur um virkjunarkosti í landinu.

Czytaj dalej

Launafólkið fær alltaf reikninginn!

Reikningurinn verður sendur á launafólk – og það vitið þið sem hér eruð. Reikningarnir eru alltaf sendir á launafólk. Því er mikilvægt í umræðu næsta árs að verkalýðshreyfingin hafi afskipti af stjórnmálaumræðu sem víðast – inni í flokkunum og í grasrótarsamtökum og sem víðast – og að við reynum að koma sjónarmiðum okkar að – því ella er hætta á því að á næstu misserum verði sumu af fólkinu í landinu réttar miklar eignir – og sumu af fólkinu í landinu sendur reikningurinn fyrir.

Hér fyrir neðan er 1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags í heild.

Czytaj dalej