Föstudaginn 13. september 2019 Búðareyri 1, Reyðarfirði
Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar Kl. 10:10 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs Kl. 10:15 –Kynvitund ungs fólks- Ingibjörg Þórðardóttir Kl. 11:00 – Hlé Kl. 11:10 – Kulnun í starfi – Guðmundur Ingi Sigbjörnsson Kl. 12:15 – Hádegisverður Kl. 13:00 – Kulnun í starfi –framhald Kl. 14:30 – Kjaramál- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Kl. 15:00 – Kaffihlé Kl. 15:30 – Heimasíðan- mínar síður- Sverrir Mar Albertsson Kl. 16:00 – Heilbrigði og vellíðan – Hrönn Grímsdóttir Kl. 17:30 – Óvissuferð og kvöldverður á Eskifirði
Skráning á næstu skrifstofu eða á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
Þeir félagsmenn sem vilja að AFL skipuleggi ferðir hafið samband við næstu skrifstofu
í lok júlímánaðar voru alls 110 félagsmenn AFLs án atvinnu. Þar af voru um 40 með lögheimili skráð utan félagssvæðis, 14 félagsmenn voru án atvinnu á Bakkafirði og Vopnafirði (en þar leitaði sveitarfélagið til sjálfboðaliða til að vinna við skógrækt), á Egilsstöðum og Fljótsdalshéraði öllu voru 10 manns án atvinnu (enginn á Seyðisfirði), 35 voru án atvinnu í Fjarðabyggð og 8 á Höfn og nágrenni.
Nokkuð jöfn skipting er milli kyna - þ.e. 50 karlmenn voru án atvinnu en 60 konur.
Langlundargeð aðildarfélaga SGS gagnvart sambandi sveitarfélaga er á þrotum vegna þvermóðsku sambandsins varðandi viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda sem ríki og Reykjavíkurborg hafa fallist á. Því ákvað formannafundur Starfsgreinasambandsins í dag að höfða mál fyrir Félagsdómi til að útkljá deilu við sambandið um túlkun samningsákvæðis um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2009.
Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Starfsgreinasamband Íslands (SGS mótmælir harðlega þeirri gróflegu mismunun sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) ætlast til að sveitarfélögin sýni gagnvart sínu starfsfólki. Kjaradeila SGS og sveitarfélaganna er í hörðum hnút og var vísað til Ríkissáttasemjara vegna þess að Samninganefnd sveitarfélaganna krafðist þess að SGS félli frá fyrirliggjandi samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og það yrði ekki rætt í kjaraviðræðunum.
Vegna þess hversu samningaviðræður við sveitarfélög og ríki hafa dregist náðist samkomulag, þ.e. við aðra samningsaðila en SGS, að starfsfólk með lausa kjarasamninga fengi eingreiðslu að upphæð 105.000 kr. sem greiðist út 1. ágúst sem innágreiðsla fyrir nýjan kjarasamning.
SÍS hefur ákveðið einhliða að félagsmenn í félögum innan SGS fái ekki þessa eingreiðslu, og hefur sent póst til allra sveitarfélaga þar sem þeim er beinlínis bannað að koma eins fram við alla sína starfsmenn. Hér er greinilega verið að reyna að kúga SGS til uppgjafar og ótrúlegt að sveitarfélögunum finnist það sæmandi að greiða ekki lægst launaða starfsfólkinu umrædda eingreiðslu líkt og öðrum.
Sambandið hefur borið það fyrir sig að eingreiðslan þurfi að tengjast tæknilegum atriðum um endurskoðun viðræðuáætlunar sem á sér enga lagastoð og er hreinn fyrirsláttur. Af sama meiði eru yfirlýsingar af hálfu SÍS um að það sé á einhvern hátt óheimilt að ræða stöðuna og deilumálin í fjölmiðlum. Það bendir til þess að þau vita að málatilbúnaður þeirra og rökstuðningur er afar veikur.
Næsti viðræðufundur í deilunni er ekki boðaður hjá Ríkissáttasemjara fyrr en 21. ágúst næstkomandi. Í ljósi þess og þeirra einstrengislegu fyrirmæla sem fram koma í pósti sambandsins hefur SGS boðað til sérstaks formannafundar 8. ágúst til að ræða þessa alvarlegu stöðu og ákveða næstu skref. SGS krefst þess að störf og framlag okkar félagsmanna í þágu sveitarfélaganna um land allt verði virt og þeim ekki mismunað með þessum gróflega hætti. Haldi Samband íslenskra sveitarfélaga þessari afstöðu til streitu er hætta á að það þýði hörð átök.
(fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands)
Ákvörðun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps um að standa ekki við loforð er varða uppgjör á vangoldnum lífeyrissjóðsiðgjöldum er mikið áfall fyrir þá tugi starfsmanna hreppsins sem trúðu yfirlýsingum fyrrverandi sveitarstjóra og samþykktum sveitarstjórnar um að málið yrði gert upp að fullu.
Forsaga málsins er að allt frá 2005 skilaði Vopnafjarðarhreppur of lágu mótframlagi í lífeyrissjóð vegna starfsmanna sinna. 2005 gerði Stapi Lífeyrissjóður (Lífeyrissjóður Austurlands á þeim tíma) athugasemd við launafulltrúa hreppsins en fékk þá þær upplýsingar að hreppurinn væri ekki aðili að þeim kjarasamningi sem Stapi taldi eiga fara eftir.
Allar götur síðan skilaði hreppurinn 8% mótframlagi í stað 11,5% eins og kjarasamningurinn kvað á um í raun.
Málið komst á dagskrá 2016 er einn félagsmanna AFLs hafði samband við félagið sem þegar hóf samskipti við sveitarfélagið og í ljósi yfirlýsinga m.a. fyrrverandi sveitarstjóra sem hann gaf á fjölmennum fundi með félagsmönnum AFLs og lofaði þar að enginn yrði fyrir skerðingu lífeyris vegna þessa og að málið yrði gert alfarið upp – kom samþykkt meirihluta sveitarstjórnarinnar eins og köld vatnsgusa framan í félagsmenn.
Sveitarstjórn samþykkti að greiða að fullu vangoldin iðgjöld ásamt vöxtum vegna áranna 2013 – 2016 en aðeins höfuðstól iðgjalda 2005 – 2012. Höfuðstóll vangoldinna iðgjalda er 42 milljónir króna og með eðlilegri ávöxtun – þ.e. meðalávöxtun Stapa á þessum árum er krafa sjóðins 72 milljónir króna. Stapi Lífeyrissjóður lagði til að miða uppgjör vegna málsins við eignavísitölu sjóðsins í stað dráttarvaxta, sem gerði launþega jafnsetta og ef greitt hefði verið skv. kjarasamningum frá upphafi.
Samþykkt sveitarstjórnar vísar til ábyrgðar sveitarstjórnarmanna á því að fara vel með fé og einnig í bága stöðu sveitarfélagsins. Það virðist þvi vera hluti af „ábyrgri fjármálatjórn“ að hafa lífeyri af starfsmönnum sem unnið hafa sveitarfélaginu af trúmennsku í áraraðir. Ennfremur að það séu rök fyrir því að hafa umsamin lífeyrisréttindi af fólki – að sveitarfélagið sé rekið „undir væntingum“.
Svo virðist sem sveitarstjórnarmenn skilji ekki hvernig lífeyrissjóðir virka – því margoft hefur komið fram í samskiptum ósk þeirra um að Stapi taki hluta tjónsins á sig. Stapi Lífeyrissjóður á enga peninga heldur eru allir fjármunir sem þar eru vistaðir, eyrnamerktir sjóðfélögum. Þannig að til að bæta einum sjóðsfélaga tap vegna vangreiddra iðgjalda þarf að taka réttindi af öðrum en til þess hefur stjórn sjóðsins enga heimild.
AFL Starfsgreinafélag mun fara yfir málið með lögmönnum sínum og óska eftir samráði við Stapa lífeyrissjóð um áframhald málsins – en ljóst er að félagið mun ekki sætta sig við þessi málalok. Þrátt fyrir ákvæði laga um fyrningu krafna – lítum við svo á að það eigi ekki við í þessu tilviki og fyrir því séu mörg rök . Benda má á að 18. janúar 2018 kom fyrrverandi sveitarstjóri til fundar við félagsmenn AFLs sem vinna hjá Vopnafjarðarhrepp og lofaði þar því að málið yrði gert að fullu upp. Við lítum svo á að með því hafi skuldbindandi loforð verið gefið og það er fjarri að það sé fyrnt. Um 20 vit
Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt Eflingu stéttarfélagi, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg.
Það er skemmst frá því að segja að viðræðurnar hafa gengið bæði hægt og illa. Sérstaklega steytir á í lífeyrismálum en sveitarfélögin hafa ekki staðið við fyrirheit um að jafna lífeyrisréttindi milli félagsmanna BSRB og félagsmanna SGS og Eflingar innan ASÍ.
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú þegar samið við einstök sambönd og stéttarfélög um að þeir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum, skuli fá greiddar 105.000 kr., m.v. fullt starf, þann 1. ágúst nk. sem greiðslu inn á væntanlegan samning. Þegar SGS og Efling kröfðust þess að félagsmenn þeirra hjá sveitafélögunum fengju líka umrædda greiðslu var því alfarið hafnað af hálfu samninganefndar sveitafélaga með þeim rökum að SGS og Efling væru búin að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.
Það er með öllu ólíðandi. Það er samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til vansa að skilja sína lægst launuðu starfsmenn eftir eina úti í kuldanum. Starfsgreinasamband Íslands og Efling trúa því ekki fyrr en á reynir, að sveitarstjórnarmenn hyggist koma svona fram við sitt frábæra starfsfólk.
Starfsgreinasambandið og Efling skora á sveitarfélögin að semja við SGS og Eflingu um sömu greiðslur og aðrir munu fá þann 1. ágúst nk. eða taka að öðrum kosti sjálfstæða ákvörðun um að greiða sínu fólki inn á væntanlegan kjarasamning, til jafns við annað starfsfólk.
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps að nota erlenda sjálfboðaliða til að sinna störfum sem alla jafna eru unnin af launafólki. Um er að ræða átak í skógrækt og áformar hreppurinn að átta sjálfboðaliðar frá samtökunum SEEDs sinni þessari vinnu. Á Vopnafirði eru nú 21 einstaklingur atvinnulaus.
Félagið hefur þegar leitað skýringa hjá Vopnafjarðahrepp og svaraði sveitarstjóri m.a. að erfitt hefði verið að manna þessi störf þar sem allir unglingar í bænum væru þegar ráðnir til sumarvinnu.
Athygli vekur að meðal þeirra sjálfboðaliða sem ætlunin er að komi til starfa eru m.a. einstaklingar frá Bandaríkjunum, Suður Afríku og Hvíta Rússlandi en einstaklingar frá þessum löndum þurfa atvinnuleyfi til að starfa hér á landi -hvort heldur að fólk fái laun fyrir vinnu sína eða ekki. AFL mun vekja athygli Vinnumálastofnunar á þessu.