AFL starfsgreinafélag

Hvert fóru peningarnir?

kps06070071"Verum ekki að leita að þeim seku" - "Nú er ekki tími til að vera með ásakanir" eru algeng skilaboð forystumanna í þjóðfélaginu í dag. Stór hluti almennings er alls ekki sammála og á bloggsíðum má víða sjá umræður um það "hvert fóru peningarnir".

Meðfylgjandi mynd er tekin af bloggsíðu á visir.is og eru á síðunni myndir af fjölda sumar"halla" er nýríkir íslenskir auðkýfingar hafa verið að byggja síðustu ár. Fyrir almennt launafólk sem horfir fram á skert lífskjör og skuldir sem koma til með að fylgja börnum og jafnvel barnabörnum eru þessar hallir svívirðileg áminning um það hvernig við sofnuðum á verðinum og leyfðum græðgisvæðingunni að ná tökum á þjóðfélaginu.

Tengillinn inn á síðuna er http://blogg.visir.is/photo/2008/10/14/her-eru-myndir-af-milljor%C3%B0unum-sem-hurfu/

Íbúðir um jól og áramót

Ofanleiti21Formlegri úthlutun orlofsíbúða AFLs í Reykjavík og á Akureyri er lokið.
Staðan er sú að í Reykjavík eru þrjár íbúðir lausar um jólin, og á Akureyri er ein laus um jólin og tvær um áramótin.
Nú er um að gera að bregðast fljótt við því að fyrstur kemur fyrstur fær.

Gæta þarf stöðu láglaunafólks

Rétt í þessu var að ljúka fjölmennum fundi trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélag. Á fundinum var kjörin samninganefnd félagsins og formaður kjörstjórnar. Formaður AFLs, Hjördís Þóra, kynnti undirbúning kröfugerðar vegna samninga við Launanefnd Sveitarfélaga en samningar AFLs og velflestra annarra SGS félaga losna nú 30. nóvember.

Czytaj dalej

Stefnumarkandi ákvörðun?

thumb_bankiSamkvæmt fréttum í dag virðist sem ríkissjóður hafi ábyrgst full laun  og uppsagnarfrest samkvæmt ráðningarsamningum til handa bankastarfsmönnum er misst hafa atvinnu sína síðustu daga. Það er ástæða til að gleðjast yfir bættri réttarstöðu launafólks. Félagar AFLs sem lent hafa í því að launagreiðendur þeirra hafi farið í þrot hafa ekki notið þessara kjara en væntanlega mun ríkisstjórnin sjá til þess að þessi kjör gildi um alla launþega.

Czytaj dalej

Séreignasparnaður: Engin ástæða til að hætta

AFL Starfsgreinafélag hefur verið í sambandi við sérfræðing Nýja Landsbankans í kjölfar fyrirspurna félagsmanna um áframhald séreignasparnaðar til banka. Samkvæmt upplýsingum sem félagið fékk er ekki ástæða til að hætta þátttöku í séreignasparnaði þó svo að ekki sé alveg ljóst á þessari stundu hvernig fer með þá reikninga sem fólk hefur haft í aðildarsjóðum séreignarsparnaðar. Félagið mun afla frekari upplýsinga í næstu viku.

Upplýsingar frá Alþýðusambandi Íslands

Hér til hægri á heimasíðu okkar eru tenglar inn á upplýsingapésa er lögfræðisvið Alþýðusambands Íslands hefur unnið síðustu daga. Þar er m.a. fjallað um uppsagnir, ákvæði laga og kjarasamninga við uppsagnarferil, hópuppsagnir og fleira. Þá er fjallað um ábyrgð á innistæðum og útskýrður munur á mismunandi tegundum innlánsreikninga.

Czytaj dalej

Skrifstofur lokaðar - starfsmenn stilla saman strengi

Skrifstofur félagsins verða lokaðar í dag vegna fundar starfsfólks. Svarað verður í síma 4700 300 til klukkan 16:00 í dag og verður Ragna Hreinsdóttir, verkefnisstjóri AFLs við símann. Annað starfsfólk mun koma saman í húsi félagsins á Djúpavogi.

 

Czytaj dalej