AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL tekur þátt í Stefnumóti

Stefnumot

AFL er með kynningarbás og mun kynna starfsemi félagsins, á Stefnumóti geta íbúar kynnt sér starfsemi hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu Hornafirði, sjá nánar hér

Sjómenn felldu!

Niðurstaða liggur nú fyrir úr atkvæðagreiðslu sjómanna um kjarasamninginn milli SSÍ og SFS sem undirritaður var þann 24. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðslan var sameiginleg meðal félagsmanna aðildarfélaga Sjómannasambandsins. Á kjörskrá voru 1.739 og af þeim kusu 670 eða 38,5% þeirra sem voru á kjörskrá.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er eftirfarandi:

Já sögðu                  223   33,3%
Nei sögðu 445  66,4%
Auðir og ógildir    2  0,3%
Samtals 670  100,0%

Sjómannasamningar - kosningar standa yfir

Þann 24. júní síðastliðinn var undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki aðildarfélaganna. Samkvæmt samningnum er síðast gildandi samningur framlengdur til 31. desember 2018 með þeim breytingum sem skrifað var undir þann 24. júní síðastliðinn.

Samningurinn gildir frá 1. júní 2016.

Hér má sjá samninginn, kynningarefni um samninginn og kaupskrá sem mun gilda verði samningurinn samþykktur. Atkvæðaseðlar hafa verið sendir út til félagsmanna AFLs ásamt kynningarefni.  Mikilvægt er að sjómenn kjósi og að rétt sé gengið frá atkvæðinu. Með atkvæðaseðlinu komu tvö umslög. Annað er fyrir atkvæðaseðilinn en hitt er til að senda atkvæðið.  Félagsmönnum er bent á að merkingin á ytra umslaginu er til að merkja við á kjörskrá félagsins og fjarlægi menn límmiðann verður atkvæðið ekki talið með. Þegar ytri umslögin hafa verið opnuð er öllum innri umslögunum blandað saman áður en þau eru opnuð svo kosningin er algerlega leynileg.  

Talið er sameiginlega með öðrum sjómannafélögum innan ASÍ

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð.

penÍ kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 var samið um hækkun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð frá og með 1. júlí 2016. Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og tók fyrsta breytingin gildi 1. júlí sl. Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:

  • 2016: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% og verður 8,5%.
  • 2017: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% og verður 10%.
  • 2018: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11,5%.

Frá og með 1. júlí 2016 hækkaði því mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5%. Þeir atvinnurekendur sem hafa ekki gert viðeigandi breytingar í launakerfum sínum nú þegar eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta

Meinsemd sem þarf að fjarlægja

AFL Starfsgreinafélag mun innheimta full laun fyrir alla sjálfboðaliða í atvinnulífi sem til okkar leita.

Sjálfboðaliðastörf í atvinnulífinueru alvarleg meinsemd. Og líkt og aðrar plágur breiðist þessi meinsemd hratt út. Vinna sjálfboðaliða í efnahagslegum tilgangi er misnotkun á fólki og vanvirðing við vinnumarkað og vinnandi fólk. Þetta er fóðrað með alls kyns jákvæðum skírskotunum – náms- og kynningarvinna og að gefa ungu fólki tækifæri til að skoða heiminn. En þegar málin eru skoðuð nánar er þetta ekkert annað en félagslegt undirboð – fólk sem ekki þarf að framfleyta sér sjálft gengur í kjarasamningsbundin störf upp á sportið og grefur þannig undan kjörum annarra. Sjálfboðaliðarnir taka fullan þátt en greiða ekki skatta og skyldur, eru ótryggð í trausti þess að velferðarkerfið okkar grípi þau ef þau veikjast eða slasast. Þau og fólkið sem hagnýtir sér vinnu sjálfboðaliðanna eru laumufarþegar á atvinnulífi – fá ókeypis far og láta aðra um að borga brúsann. sjá fréttabréfið í heild

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi