AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Breytingar á sölu flugmiða með Flugfélaginu Ernir

Ernir

Frá og með 6. júní breytist fyrirkomulag á sölu afsláttarmiða á flugleiðinni Höfn – Rvík þannig að í stað flugávísunar fá félagsmenn AFLs afhentann bókunnarkóða.

Félagsmaðurinn sér síðan sjálfur um að bóka flugið á heimasíðu flugfélagsins  www.ernir.is og þar þarf því að slá inn kennitölu félagsmannsins og bókunarkóðann til að greiða fyrir flugið.

Hægt verður að kaupa kóðann í gegnum síma og mun félagið taka við símgreiðslu kreditkorta fyrir flugmiða. Einnig verður hægt að millifæra andvirði miðans – en þá þarf félagsmaður að vera í sambandi við starfsmenn félagsins fyrst því senda þarf afrit greiðslukvittunar á þann starfsmann sem afgreiðir síðan kóðann.

Mjög mikilvægt er að millifæra ekki fyrst og hafa síðan samband við félagið – heldur byrja á að ná sambandi við starfsmann og fá netfang hans

Flugfélagið Ernir mun fyrstu dagana aðstoða félagsmenn án endurgjalds við að bóka flugferð með bókunnarkóða en um miðjan júní verður farið að taka bókunargjald og einnig gjald fyrir að breyta flugi. Þessi gjöld eru AFLi óviðkomandi.

Samþykktar ályktanir formannafundur júní 2016

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní 2016 fagnar breytingum Reykjavíkurborgar á útboðsskilmálum og verksamningum borgarinnar þar sem keðjuábyrgð yfirverktaka gagnvart undirverktökum er staðfest. Fundurinn hvetur önnur sveitarfélög, opinber fyrirtæki og opinberar stofnanir til að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og eins löggjafann til að innleiða keðjuábyrgð í lög.

Vinnumarkaðurinn á Íslandi er í örum vexti og mikil hætta á að hrakvinna ýmis konar þrífist við slíkar aðstæður. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa stóreflt vinnustaðaeftirlit á sínum vegum og því ber einnig að fagna að aðrar eftirlitsstofnanir hafa gert slíkt hið sama: Ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun og lögreglan. Samstarf á milli stofnana og verkalýðshreyfingarinnar hefur borið sýnilegan árangur. Betur má þó ef duga skal og kallar formannafundur eftir áhuga Samtaka atvinnulífsins og átaki stjórnvalda til að stemma stigu við hrakvinnu. Í því þarf að felast nægjanlegt fjármagn til viðeigandi eftirlitsstofnana, lagabreytingar varðandi keðjuábyrgð, skýr lög varðandi vistráðningar (AU-pair), uppræting ólöglegrar sjálfboðastarfsemi, stórefling úrræða vegna mansalsmála og bætt upplýsingamiðlun til erlends starfsfólks um réttindi sín og skyldur.

Drög að ályktun um ungt fólk innan SGS

Lesa meira

Laus sumarhús komin á vefinn

Þau sumarhús félagsins sem ekki hefur verið úthlutað í kjölfar umsókna eru nú laus til bókunar. Húsin eru komin á vef félagsins og gilda um þau sömu reglur og almennt um orlofsbókanir á vefnum nema hvað gjalddagi á leigu er annar og fyrr en ef um íbúðir væri að ræða. Sjá nánar á bókunarvef okkar.

1. maí 2016

   ,,Samstaða í 100 ár - Sókn til nýrra sigra!“. AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins. 1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum

Vopnafirði, Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði Ræðumaður:  Gunnar Smári Gunnarsson

Borgarfirði eystri, Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00  Kvenfélagið Eining sér  um veitingar. Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfirði,  Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður:  Lilja Björk Ívarsdóttir

Egilsstöðum, Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  Morgunverður  og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfirði, Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.  9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eskifirði, Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður:  Sigurður Hólm Freysson

Neskaupstað, Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14 :0 Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson

Fáskrúðsfirði, Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00 Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður:  Lars Jóhann Andrésson

Stöðvarfirði, Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður: Eva María Sigurðardóttir

Breiðdalsvík, Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00 Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Elva Bára Indriðadóttir

Djúpavogi, Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00, Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Hornafirði, Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld. Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra!

Með yfirskrift dagsins er annars vegar verið að vísa til þess að 12. mars síðast liðinn átti Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli.

Samstaða launafólks í þessi 100 ár gerði verkalýðshreyfinguna að mikilvægasta aflinu í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum á öllum sviðum.

Hún hefur jafnframt verið  öflugasta samfélagshreyfing landsins og mikilvægasti gerandinn við mótun velferðarsamfélags á Íslandi. Og einmitt þess vegna er mikilvægt að við minnumst sögunnar -  þeirra fórna sem þeir sem gengu á undan okkur færðu og þess mikilvæga árangurs af starfi verkalýðshreyfingarinnar, sem við njótum í dag.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Stapa Lífeyrissjóðs lætur af störfum

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa Lífeyrissjóðs tilkynnti um starfslok sín í bréfi til formanns stjórnar Stapa á laugardag - eftir að í ljós kom að nafn hans kemur fyrir í svokölluðum Panamaskjölum. Sjá nánar yfirlýsingu Kára r. Stjórn AFLs Starfsgreinafélags fjallar um málið á stjórnarfundi á morgun en einn stjórnarmanna og tveir varamenn í stjórn Stapa eru félagsmenn AFLs. Að sögn Sverris Albertssonar, meðstjórnanda í stjórn Stapa, vita stjórnarmenn lítið meir en það sem fram kemur í yfirlýsingu Kára og telur hann of snemmt að tjá sig frekar um málið fyrr en stjórn Stapa hefur fjallað um það.  Hann segir að þessar upplýsingar hafi komið flatt uppá stjórnarmenn og verið talsvert áfall.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi