AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Álit RSK liggur fyrir: Ólaunuð vinna er skattskyld

Í tengslum við átakið „Einn réttur – ekkert svindl!“ hefur ASÍ lagt áherslu á vekja athygli á undirboðum sem felast í ólaunaðri vinnu. Ítarlega rökstutt álit ASÍ (sjá í frétt á www.asi.is) og helstu sjónarmið í  hnotskurn (sjá í frétt á www.asi.is) hafa legið fyrir í nokkurn tíma og vakið mikla eftirtekt enda vandamálið vaxandi sérstaklega í ákveðnum þjónustugreinum. Afstaða ASÍ er einföld og skýr:

  • Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft  í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.

Lesa meira

Mynda- samkeppni 2015

Fyrstu verðlaun í myndasamkeppni 2015 hlaut Hreiðar Geirsson, sem hér er ásamt fjölskyldu sinniMyndaSamk

Kynferðislegt áreiti á vinnustöðum

Í pistli í Austurglugganum í þessari viku er fjallað um kynferðislegt áreiti er ungar stúlkur þurfa að þola. Í pistlinum er vísað til fiskvinnslu sem ekki er nafngreind. Skv. pistlahöfundi, Þórunni Ólafsdóttir, virðist ástandið lítið hafa batnað á fimmtán árum - eða frá því hún sjálf starfaði við fiskvinnslu og þar til  sl. sumar er unglingsstúlka sem hún vitnar til, starfaði í sama húsi. Kynferðislegt áreiti er m.a. athugasemdir um vaxtarlag, um einkalíf og hvers kyns niðurlægjandi athugasemdir og atferli.

AFL Starfsgreinafélag fagnar því að umræða um kynferðislega áreitni eigi sér stað. Hvers kyns áreiti og einelti á vinnustöðum á ekki að líða.  Félagið hefur tekið á örfáum slíkum málum á liðnum árum - en lítið er um að leitað sé til félagsins vegna kynferðilegra áreitni. Hvers kyns einelti á að tilkynna til Vinnueftirlitsins og mun félagið aðstoða við það sé þess óskað. Nánari upplýsingar um kynferðilega áreitni og einelti má fá í þessum bæklingi svo og hér   http://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu--og-leidbeiningarit/einelti_og_kynferdisleg_vef.pdf. Einnig má vísa í reglugerð  Velferðarráðuneytisins http://www.vinnueftirlit.is/media/sem-heyra-undir-vinnuvernd/B_nr_1009_2015.pdf og  Lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sem tekur m.a. á þessum málaflokk - sjá  http://www.althingi.is/lagas/nuna/1980046.html

Félagið hvetur þá sem verða fyrir áreitni eða verða vitni að slíku - til að hafa samband við félagið eða trúnaðarmann þess á staðnum. 

 

Á 100 ára afmæli

Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) og göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt.
Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness. sjá hér

Ný og breytt námsskrá fyrir fiskvinnslufólk

Eftir langt og strangt vinnuferli staðfesti Menntamálastofnun nýverið nýja og breytta námsskrá vegna grunnnámskeiða fiskvinnslufólks, en námskráin var þróuð af Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Nýja námsskráin hefur í för með sér talsverðar breytingar. Meðal þeirra má nefna að bóklega kennslan verður samtals 48 klukkustundir  (var áður 40 klst á grunnnámskeiðum og 8 klst. á viðbótarnámskeiðum) og kröfu um að viðkomandi hafi staðfestingu á því að hann hafi komið að ýmsum verkþáttum í fyrirtækinu og haldi verkdagbók sem verður staðfest af viðkomandi verkstjórnanda. Þá verður sú breyting á að mögulegt verður að meta einingar námskeiðsins (13 talsins) til allt að sjö eininga í framhaldsskóla, í stað fimm eininga á núverandi námskeiðum.

Framvegis falla grunnnámskeið fiskvinnslufólks alfarið undir vottaðar námsleiðir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) sem síðan gerir samninga við viðurkennda fræðsluaðila/símenntunarmiðstöðvar um kennslu o.fl.

Námsskrána í heild sinni má nálgast hér.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi