Samningsdrög sjómanna
Nú liggja fyrir drög að samningi Sjómannasambands Íslands og SFS. Samningsdrögin kveða m.a. á um:
1. Kauptrygging hækkar um 127.000 - þ.e. allar hækkanir sem komið hafa á almenn laun koma á kauptryggingu.
2. Deilitala tímakaups verður 156 og tímakaup háseta 2.900
3. Sjómönnum verður gefinn kostur á að velja hvort framlag í lífeyrissjóð hækkar í 11,5%. Við það lækkar skiptaprósenta í 69%. Ávinningur háseta með 16 milljón króna árslaun eru um 500 þús kr. meira lagt í lífeyrissparnað en útborguð laun lækka um 110.000 á ári. (Hægt verður að velja "Tilgreinda séreign".
4. Skipt verður úr 100% aflaverðmætis - prósentan lækkar en niðurstaðan verður sú sama.
5. Veikindaréttur í skiptimannakerfi verður eins fyrir alla - burtséð frá ráðningarfyrirkomulagi. Þeir sem eru t.d. á hálfum hlut alla mánuði fá reglubundin laun í allt að 4 mánuði í veikindum.
6. Lengdarmæling skipa - öll ný skip og þau sem hægt er að koma í lengdarflokka. Önnur skip fara í "sólarlagsákvæði" - þ.e. skiptakjör sem eru á þeim gilda á meðan þau veiða.
7. Fjölskipaveiði - sett verður inn ákvæði umhvernig á að gera samkomulag um fjölskipaveiði. Sennilega verður sameiginleg atkvæðagreiðsla allra um borð en við erum að knýja fram að það þurfi 3/4 allra um borð að samþykkja. (Ath. - AFL er ekki 100% sátt við þetta fyrirkomulag en við virðumst vera ein um það - og höfum því gefið eftir gegn því að það verði aukinn meirihluti sem þarf að samþykkja.
8. Við buðum 10 ára samning með endurskoðunarákvæði eftir 5 ár. (ath. - frá 2011 höfum við haft gildandi kjarasamning í 3 ár en verið samningslaus í 8 ár. Við metum það skárra að hafa gildandi samning með launaliðum í sjálfvirkri uppfærslu heldur en þetta samningsleysi sem við höfum mátt venjast.
Ath. - þeir sjómenn sem velja að auka lífeyrissparnað sinn fá um 400.000 kr. meira á ári í sinn hlut en hinir. Við ráðleggjum yngri sjómönnum eindregið að setja viðbótarsparnaðinn í samtryggingarsjóð og auka þannig áfallatryggingu sína um 30%. Við slys eða örorku mun það skipta miklu máli. Sjómönnum sem eru komnir yfir 50 - 55 ára aldur er hægt að ráðleggja að velja tilgreinda séreign - nema þeir meti "áfallaáhættu" sína mikla - þá mun samtryggingasjóður vera betri kostur.