Vaktavinna ?
Fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma er ýmist greitt yfirvinnukaup eða vaktaálög. Vaktaálög eru mun lægri en yfirvinna og því eru skilyrði fyrir því hvenær greiða má vaktaálag.
Vaktavinnuákvæði geta verið mismunandi eftir kjarasamningum.
Eftirfarandi er sameiginlegt:
- Vaktaplan þarf að liggja fyrir með ákveðnum fyrirvara. Mismunandi á milli kjarasamninga.
- Vaktir hafa fast upphaf og fastan endi – óheimilt er að senda fólk heim af vakt og spara sér laun. Alltaf skal greiða vakt að fullu.
- Öll vinna fram yfir fyrirfram ákveðin vaktalok skal greiða sem yfirvinnu.
- Allir sem vinna vaktavinnu eiga rétt á vetrarfríi.
- Alla vinnu umfram 173 klst. á mánuði skal greiða sem yfirvinnu.
Algengustu brot á ákvæðum kjarasamninga um vaktavinnu:
- Vaktir settar á með ófullnægjandi fyrirvara.
- Vaktaplan ekki lagt fram fyrr en alltof seint.
- Vaktaplani breytt eftir hendinni – jafnvel daglega.
- Vaktir byrja og enda á mismunandi tímum.
Ef launagreiðandi uppfyllir ekki skilyrði um vaktavinnu á að greiða yfirvinnuálag – sem er 80% á meðan vaktaálög eru 30% – 55%. (Mismunandi eftir kjarasamningum og tíma sólarhrings).
Ákvæði um vaktavinnu eru mismunandi eftir því eftir hvaða kjarasamningi er unnið. Þess vegna er mikilvægt að skoða viðkomandi kjarasamning til að sjá hvaða reglur gilda.
Helstu kjarasamningar félagsmanna AFLs
- - Kjarasamningur SGS og SA
- - Kjarasamningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi
- - Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga
- - Kjarasamningur SGS og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
- (Að auki eru nokkrir samningar við minni aðila - sjá nánar á vef félagsins)