AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Tími aðgerða runninn upp!

Aðgerðastjórn fyrirhugaðs verkfalls bræðslumanna á Austurlandi og í Vestmannaeyjum fundaði í gær. Á fundinum var farið yfir aðstæður við hverja verksmiðju og skipulagt hvernig tekið yrði á tilraunum til verkfallsbrota. Þá var og rætt um að óska þess af öðrum verkalýðsfélögum að sett yrði löndunarbann á uppsjávarfiskiskip á meðan verkfallinu stendur.

Czytaj dalej

Talning atkvæða á miðvikudag

vestiKjörsókn bræðslumanna í AFLi og Drífanda vegna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í fiskimjölsverksmiðjum hefur verið nánast 100% skv. upplýsingum trúnaðarmanna.

Atkvæði verða talin á miðvikudag og í kjölfarið tilkynnt um verkfallsboðun verði tillaga samninganefndar samþykkt.

Greidd atkvæði um verkfall

Atkvæðagreiðsla bræðslumanna í AFLi og Drífanda um verkafallsboðun í fiskimjölsversmiðjum er hafin. Trúnaðarmenn félaganna dreifa atkvæðaseðlum í dag en frestur til að greiða atkvæði er til 25. janúar.  Fulltrúar félaganna verða á Þórshöfn í dag og hitta formann Verkalýðsfélags Þórshafnar en félagið þar hefur ekki boðað til aðgerða í fiskimjölsverksmiðjunni. Fiskimjölsverksmiðjan á Þórshöfn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja.

Samkomulag við ALCOA samþykkt

Talningu er lokið í  atkvæðagreiðslu um samkomulag sem gert var við Alcoa þann 9. desember s.l. Á kjörskrá voru 379.

Atkvæðu greiddur 240 eða 63,3%

Já sögðu 216 eða 90%

Nei sögðu 24 eða 10% 

Samkomulagið er því samþykkt

Czytaj dalej

Verður samstaða?

Fulltrúar Drífanda, stéttarfélags í Vestmannaeyjum og AFLs Starfsgreinafélags óskuðu í dag eftir fundi með Svölu Sævarsdóttir, formanni Verkalýðsfélags Þórshafnar, en á Þórshöfn rekur Ísfélag Vestmannaeyja afkastamikla fiskimjölsverksmiðju. Ástæða þess að óskað var eftir fundi með Þórshafnarfélaginu var að AFL og Drífandi hafa efnt til atkvæðagreiðslu meðal bræðslumanna um verkfallsboðun en Verkalýðsfélag Þórshafnar hafði ekki, að kunnugt væri, hafið samningsviðræður um bræðslusamning.

Czytaj dalej

Mót nýju ári

AFL Starfsgreinafélag, stjórn og starfsfólk, óskar  félagsmönnum, viðsemjendum og landsmönnum öllum farsæls komandi árs og þakkar samstarfið á liðnu ári.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi