Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar
Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar
Kjörstjórn Afls Starfsgreinafélags auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar sem mun ná til allra félagsmanna Afls Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.
Atkvæði greiða eingöngu það félagsfólk sem boðunin tekur til sbr. framangreint.
Vinnustöðvunin felur í sér að frá kl. 11:00 fyrir hádegi þann 2. október 2024 skuli störf lögð niður (verkfall) ótímabundið.
Atkvæðagreiðsla hefst kl. 14:00 þann 17. september 2024 og henni lýkur þann 24. september 2024 kl. 14:30.
Boðun um vinnustöðvun var samþykkt á hádegisfundi trúnaðarráðs Afls starfsgreinafélags þann 17. september 2024. Texti hennar í heild sinni er hér.
Fundur trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags, haldinn 17. september 2024, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á meðal allra félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.
Vinnustöðvunin feli í sér að allir félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði leggi ótímabundið niður störf (verkfall) frá og með 2. október 2024 kl. 11:00 fyrir hádegi.
Samningaviðræður um framlagðar kröfur félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings við Sveitarfélagið Hornafjörð fyrir hönd félagsmanna sinna hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara og telur félagið sig því knúið til að grípa til
Allt kosningabært félagsfólk Afls Starfsgreinafélags sem starfar hjá Sveitarfélaginu Hornafirði fær send kjörgögn í tölvupósti ásamt hlekk á rafrænan atkvæðaseðil. Til að greiða atkvæði þarf rafræn skilríki eða lykilorð.
Félagsfólk sem ekki er á kjörskrá en telur sig hafa atkvæðisrétt getur sent erindi þess efnis til kjörstjórnar Afls Starfsgreinafélags á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
17. september 2024
Kjörstjórn Afls Starfsgreinafélags