AFL starfsgreinafélag

Talsverður verðmunur á smurþjónustu á Austurlandi

smurningMikill verðmunur er á smurþjónustu fyrir bíla að því er fram kemur í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í samvinnu við AFL, hjá 9 þjónustuaðilum víðs vegar á Austurlandi mánudaginn 12. október sl. Munur á hæsta og lægsta verði á smurþjónustu fyrir meðal stóra bíla, reyndist rúmlega 2.700 kr. eða 86% verðmunur.  Munur á hæsta og lægsta verði á þjónustu fyrir jepplinga reyndist vera 4.256 kr, sem er 155% verðmunur.

Continue Reading

Fulltrúar AFLs á SGS þingi

thumb_fulltruar_afls_2009Annað þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið á Selfossi sl. fimmtudag og föstudag. Þingfulltrúar AFLs skiluðu sér þó ekki til síns heima fyrr en á sunnudag þar sem ófært var með flugi þangað til.

Á myndinni eru fulltrúar AFLs, frá vinstri:  Ásgeir Sigmarsson, trúnaðarmaður hjá ALCOA, Sverrir Albertsson, AFL Egilsstöðum, Stefanía Stefánsdóttir, trúnaðarmaður hjá HSA Seyðisfirði,  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Steinunn Zöega, trúnaðarmaður hjá Granda Vopnafirði, Jóna Járnbrá Jónsdóttir, formaður Verkamannadeildar AFLs og trúnaðarmaður hjá Síldarvinnslunni Neskaupstað, Þorkell Kolbeins, AFLi Hornafirði, og Reynir Arnórsson, trúnaðarmaður hjá Vísi, Djúpavogi.

Sjá nánari ályktanir þingsins á vef SGS Ályktanir og umfjöllun SGS

Trúnaðarmannanámskeiði I 3. þrepi lokið.

thumb_trunadarmannanamskeidDagana 23. – 25. september var haldið Trúnaðarmannanámskeið I 3. þrep. Námskeiðið, sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt í alla staði, samanstóð af námsþáttunum „Starfsendurhæfing-hugmyndafræði, framkvæmd og árangur. Lestur launaseðla og launaútreikningar. Að standa upp og tala og síðast en ekki síst, hagfræði“. Almenn ánægja var bæði með námsefnið og kennarana og  ekki síst með aðbúnaðinn á Eyjólfsstöðum í Fljótsdal, þar sem námskeiðið var haldið. Alls sóttu 18 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu námskeiðið, sem eins og áður segir tókst frábærlega í alla staði.

Laun hækka í álveri ALCOA á Reyðarfirði

thumb_AlcoaLaun starfsmanna ALCOA á Reyðarfirði er þiggja laun skv. samningi AFLs og RSÍ við ALCOA hækka nú 1. október um 3,5% og síðan um 4% um áramót, í stað 2% eins og kveðið er á um í samningum. 1. maí 2010 hækka síðan laun um 2,5%. 1. júní sl. hækkuðu laun starfsmanna um 4,3% í samræmi við endurskoðunarákvæði samningsins.

Continue Reading

Ályktun kjaramálaráðstefnu AFLs

thumb_kjaramalaradstEftirfarandi ályktun var samþykkt á kjaramálaráðstefnu AFLs Starfsgreinafélags sl. laugardag. Í stað umræðu um niðurfellingu skulda og rýrnandi kaupmátt - beindi ráðstefnan augum sínum að siðferði í viðskiptum og því siðrofi sem orðið hefur í samfélaginu og hvernig unnt væri að byggja upp réttlátt þjóðfélag til frambúðar. Ályktunin fer hér á eftir:

Continue Reading

Kjaramálaráðstefna AFLs 19.09.2009

thumb_kjaramalaradstefnaRúmlega 50 manns mættu til hinnar árlegu kjaramálaráðstefnu AFLs í nýju og glæsilegu hús félagsins að Búðareyri 1 síðastliðinn föstudag. Jóna Járnbrá Jónsdóttir formaður Verkamannadeildar AFLs setti ráðstefnuna með glæsibrag. Í kjölfarið flutti Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður félagsins ávarp, þar sem hún skýrði meðal annars frá því hvernig afleiðingarnar yrðu ef gerður yrði flatur niðurskurður á skuldum heimilanna.

Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur, Háskólanum í Reykjavík, hélt athyglisverðan fyrirlestur um siðferði og hrun efnahagslífsins og menn því tengdu. Hann dró fram í dagsljósið athyglisverðar staðreyndir og minnti rækilega á hversu fljótur maður er að gleyma.

Continue Reading

Opið hús

thumb_opid_hus_2009Á fimmtudaginn var opið hús að Búðareyri 1, þó nokkrir nýttu sér það tækifæri og skoðuðu okkar glæsilegar hús sem nú er iðulagea nefnt fróðleiksmolinn, í húsinu er starfræktar ein af 10 skrifstofum AFLs á Austurlandi, Starfsendurhæfing Austurlands er með skrifstofu og starfsemi í húsinu, Þekkingarnet Austurlands leigir og rekur neðri hæð hússins og Þróunarfélag Austurlands mun opna skrifstofu sína á Reyðarfirði í húsinu inna tíðar. Sjá myndir frá opnuninni