AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stopp á Seyðisfirði

BrimbergFlaedilinaBoðuð hefur verið rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts í fiskiðjuveri Brimbergs. Stöðvunin var kynnt starfsfólki með fjögurra vikna fyrirvara nú fyrir mánaðarmótin.

Þetta er venjubundin stöðvun hjá Brimbergi sem setur togarann Gullver í slipp á hverju ári.

Réttindi ekki skert hjá Stapa

Aðalfundur Stapa lífeyrisssjóðs thumb_stapivar haldinn í gær í Mývatnssveit. Á fundinn mættu 17  fulltrúar AFLs. Á fundinum voru afgreidd hefðbundin ársfundarstörf. Afkoma sjóðsins á síðasta ári ber keim að því umhverfi sem hann starfar í og var niðurstaða ávöxtunar hans nafnávöxtun upp á 0,21% en raunávöxtun -13,88%. Ekki var borin upp tillaga að skerðingum réttinda  á fundinum og því verður engin skerðing hjá Stapa, en margir lífeyrissjóðir hafa þurft að skerða réttindi sjóðfélaga sinna á ársfundum undanfarna daga. Þótt afkoma Stapa sé slæm þá er hún mun betri en flestra sambærilegra sjóða.  Afkoma séreignasjóða Stapa var mjög góð. Sjá nánar á www.stapi.is

Skipulagsbreytingar innan verkalýðshreyfingar?

thumb_adalf2009Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélag sl. laugardag tók undir ályktun stjórnar félagsins þar sem lýst er áhyggjum með þróun mála innan Starfsgreinasambands Íslands - en Efling og Verkalýðsfélag Keflavíkur hafa bæði tilkynnt mögulega úrsögn úr SGS.

Continue Reading

Aðalfundur

thumb_stapiÁrsfundur  Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn  fimmtudaginn 28. maí n.k. í Hótel Reynihlíð Mývatnssveit og hefst kl. 14.00.  Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.
Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa (svokallað fulltrúaráð).  AFL á rétt á 19 fulltrúum og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins nú í maí.

Continue Reading

Frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið!

thumb_trunaarmennDagana 11. – 13. maí var haldið Trúnaðarmannanámskeið I í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum.  Alls mættu 18 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu. Námskeiðið þótti takast vel og það voru ánægðir og fjölfróðir trúnaðarmenn sem sneru heim á leið  þann 13. Kennarar voru þau Helga Björk Pálsdóttir, Sigurlaug Gröndal og  Sverrir Mar Albertsson og fengu þau mikið lof fyrir framsetningu sína á því efni sem þau höfðu á sínum snærum.

Continue Reading

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi