Aðalfundur
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 28. maí n.k. í Hótel Reynihlíð Mývatnssveit og hefst kl. 14.00. Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.
Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa (svokallað fulltrúaráð). AFL á rétt á 19 fulltrúum og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins nú í maí.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og eru drög að dagskrá eftirfarandi:
1. Setning ársfundar
2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreiknings og tryggingafræðilegt mat
3. Fjárfestingastefna sjóðsins
4. Breytingar á samþykktum
5. Kosning stjórnar
6. Kosning löggilts endurskoðanda
7. Laun stjórnar
8. Önnur mál
Gögn vegna ársfundarins s.s.samþykktarbreytingar, er að finna á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is