Iðnaðarmenn athugið!
Aukaaðalfundur iðnaðarmannadeildar verður haldinn í Námsveri, Búðareyri 1 Reyðarfirði 10. júní kl. 20:00.
Dagskrá: Kosning stjórnar deildarinnar, staða kjaramála, önnur mál.
Samninganefnd AFLs boðuð til fundar?
Búast má við að samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags verði boðuð til fundar með stuttum fyrirvara - sennilega fyrir helgi. Starfsgreinasamband Íslands kynnti á formannafundi sambandsins í dag tilboð SA vegna framlengingar kjarasamninga og er ætlunin að kanna formlega afstöðu einstakra félaga á næstu dögum.
Stopp á Seyðisfirði
Boðuð hefur verið rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts í fiskiðjuveri Brimbergs. Stöðvunin var kynnt starfsfólki með fjögurra vikna fyrirvara nú fyrir mánaðarmótin.
Þetta er venjubundin stöðvun hjá Brimbergi sem setur togarann Gullver í slipp á hverju ári.
Réttindi ekki skert hjá Stapa
Aðalfundur
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 28. maí n.k. í Hótel Reynihlíð Mývatnssveit og hefst kl. 14.00. Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.
Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa (svokallað fulltrúaráð). AFL á rétt á 19 fulltrúum og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins nú í maí.
Fréttatilkynning. Samfélagssjóður Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands
Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Starfsendurhæfingu Austurlands um 70.000 Bandaríkjadali, eða um 8,9 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti fyrri hluta styrksins, 35.000 Bandaríkjadali í dag, mánudaginn 18. maí.
More Articles ...
- Frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið!
- Skipulagsbreytingar innan verkalýðshreyfingar?
- Hjördís endurkjörin formaður
- Skorum á ALCOA að sýna ábyrgð!
- AFL kærir til Hæstaréttar
- Félagsleg undirboð í vegagerð
- Aðalfundur ALCOA - fulltrúar verkalýðshreyfingar mæta
- Orlofshús laus tímabil
- AFL tveggja ára í dag
- Starfsmenn Malarvinnslunnar fá greitt
- Verslunarmannadeildar AFLs
- Aðalfundir deilda félagsins
- Heilbrigðisráðherra fundar með verkalýðsfélögunum
- Forsetabréf ASÍ
- Góður ársfundur trúnaðarmanna 2009
- Ársfundur trúnaðarmanna 2009
- Ný sýn í kjaramálum?
- ALCOA lækkar arðgreiðslur um 82%
- VígaStyrssaga var rétt svar
- Lágmarkstímakaup með álagi er 905,78
- Vinnumiðlanir - ekki greiða fyrir skráningu!
- Arðgreiðslur í kjölfar frestunar launahækkana
- SGS fjallar um áhrif á velferðarkerfi
- Nýtt námsver á Reyðarfirði
- Svíar semja um skert starfshlutfall