AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Orlofshús sumarið 2011

thumb_aflorlof2011_page_01Fyrir helgina fór í póst á öll heimili á austurlandi hinn árlegi orlofsbæklingur sem hefur að geyma upplýsingum um orlofshús sem í boði eru fyrir félagsmenn á 12 stöðum víðsvegar um landið, ásamt upplýsingar um íbúð á Spáni, auk þess eru upplýsingar um aðra orlofskosti og afslætti sem í boði eru. Umsóknarfrestur orlofshúsa 2011 er til 13. apríl. Úthlutun fer fram 14. apríl á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði. Leiguverð orlofshúsanna er 20.000 kr.  á viku þar sem er heitur pottur til staðar, 18.000 kr. á Einarsstöðum, á Spáni 54.000 kr. tveggja vikna tímabil. Umsóknareyðublað.pdf

Trúnaðarmannanámskeið II 6. þrep

Trúnaðarmannanámskeið II 6. þrep, verður haldið á Eyjólfsstöðum 14. og 15. apríl n.k. ef næg þátttaka næst. Skráning fer fram í síma félagsins 4 700 300, eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Spennandi og skemmtileg dagskrá námskeiðsins er hér að neðan.

Fyrri dagur:
10:00-13:00 Vinnueftirlitið-vinnuvernd, Friðjón Axfjörð
13:00-14:00 Matur
14:00-17:00 Vinnueftirlitið-vinnuvernd, Friðjón Axfjörð

Seinni dagur:
10:00-13:00 Fyrirtækjasamningar og launaviðtöl, Guðmundur Hilmarsson
13:00-14:00 Matur
14:00-16:30 Fyrirtækjasamningar og launaviðtöl, Guðmundur Hilmarsson
16:30-17:00 Námsmat og slit

Ársfundur Trúnaðarmanna

Ársfundur trúnaðarmanna er haldinn á Hornafirði að þessu sinni dagana 25. og 26. mars . Af þeim sökum verða flestar skrifstofur félagsins lokaðar föstudaginn 25. mars. Við biðjumst velvirðingar á þessari truflun, en hægt er að ná sambandi við starfsmenn félagsins í farsíma þeirra ef mikið liggur við.

Hitaveita á Einarsstaði!

Í lok nóvember á þessu ári er áætlað að öll orlofshús verkalýðshreyfingarinnar á Einarsstöðum, hafi verið tengd við hitaveitu. Skrifað var undir samninga þessa efnis sl. miðvikudag. Framkvæmdir munu hefjast í maí og eru verklok áætluð í nóvember.

Continue Reading

Verum virk og tökum afstöðu

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2011 var haldinn á Höfn í Hornafirði sl. föstudag og laugardag. Fundurinn tókst vel en hefur oftast verið betur sóttur en nú en alls voru um 40 trúnaðarmenn á fundinum.

Continue Reading

Lokað í dag

Skrifstofur AFLs Starfsgreinafélags eru lokaðar í dag vegna breytinga á síma-og tölvukerfum. Ef bráðnauðsynlegt er að ná sambandi við félagið er hægt að hringja í 4700 315 en í því númeri verður reynt að viðhafa lágmarks svörun. Ennfremur ef erindið tengist orlofsíbúðum er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ef erindið er vegna samskipta við sjúkrasjóð félagsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða vegna starfsmenntasjóða félagsins, á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Varðandi önnur erindi er hægt að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Continue Reading

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi