Þú átt aukagreiðslu í febrúar - en færðu hana?
Í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins (AFLs og annarra félaga) er ákvæði um "Félagsmannasjóð". Sveitarfélögin og stofnanir þeirra greiða sem nemur 1,5% launa inná sérstakan sjóð í vörslu Starfsgreinasambands Íslands. Þú átt inneign í þeim sjóði fyrir tímabilið febrúar 2020 - desember 2020. Þessi inneign er til útgreiðslu núna 1. febrúar 2021.
Það verður ekki hægt að greiða út þessa inneign nema þú skráir bankaupplýsingar þínar á "mínar síður" hjá AFLi www.asa.is Þú getur skráð þig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum, íslykli eða lykilorði sem AFL úthlutar.
Verklag á þessu er þannig að AFL mun senda Starfsgreinasambandinu bankaupplýsingar allra sem unnið hafa hjá sveitarfélögum og stofnunum sveitarfélaga og koma fyrir á skilagreinum til AFLs á þessu tímabili. Starfsgreinasambandið mun í kjölfarið greiða út inneign félagsmanna.
Við höfum síðustu vikur verið að safna bankaupplýsingum okkar félagsmanna - þar sem þær vantaði og þetta er lokahnykkurinn á því átaki. Vinsamlega skráðu inn þínar bankaupplýsingar strax í dag.
Athugið - það þarf að skrá bankareikning sem þú átt sjálf(ur) - því kerfið okkar spyr bankakerfið í rauntíma og fær staðfestingu á að reikningur og kennitala passi saman.
Þegar komið er inn á "mínar síður" þarf að fara í "breyta persónuupplýsingum" og þá er hægt að skrá inn bankaupplýsingar og svo netfang og farsíma.