AFL starfsgreinafélag

ALCOA Ástralíu - "force majeure"

Vegna sprengingar í "Apache Energy's Varanus Island " orkuverinu í Ástralíu hefur ALCOA Ástralíu neyðst til að tilkynna viðskiptavinum um seinkun á afhendingu framleiðslu og bera við "force majeure" sem þýðir að ekki sé unnt að standa við gerða samninga af ástæðum sem enginn fær ráðið við, s.s. vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða annarra aðstæðna sem ekki verða fyrirséðar.  (ALCOA fréttatilkynning)

Fundað á suðurfjörðum

djlpivogur060608_0alexAleksandra Wójtowicz, pólskumælandi starfsmaður AFLs fór ásamt öðrum starfsmanni félagsins um Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog í dag og heimsótti vinnustaði. Hjá Vísi hf. á Djúpavogi var nægt hráefni og mikil vinna - svo og við beitingu. Þá var leikskólinn heimsóttur. Á Breiðdalsvík var í dag unnið við vinnslu tilbúinna fiskrétta.

Continue Reading

Ekkert frí hjá stjórninni

stjrnarfundurStjórn AFLs fær lítið sumarfrí. Í gærkvöld var 15. stjórnarfundur félagsins á um það bil 13 mánuðum haldinn og næsti boðaður 9. júlí og tilkynnti Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, að ekkert sumarfrí yrði gefið og fundað reglulega í sumar.

Continue Reading

Yfirtrúnaðarmaður í ALCOA

talin_atkvi

Í gærkvöld var formlegur stofnfundur Fulltrúaráðs starfsmanna í álveri ALCOA Fjarðaáls á Reyðarfirði. Formenn AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands sátu fundinn ásamt starfsmönnum félaganna auk trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna.

Continue Reading

Morgunblaðið lokar á Austurland

Morgunblaðið hefur lokað skrifstofu sinni á Austurlandi og verður fréttaskrifum blaðsins sinnt frá Reykjavík. Meðfylgjandi tilkynning barst um helgina til AFLs og annarra aðila á Austurlandi sem átt hafa samskipti við fréttamanna Mbl. á Austurlandi síðustu misseri.

Continue Reading

Lækkun leikskólagjalda í Fjarðabyggð

Frá og með 1. júní 2008 greiða foreldrar í Fjarðabyggð aðeins vistunargjald fyrir eitt barn á leikskóla. Á bæjarráðsfundi þriðjudaginn 27. maí var ákveðið að fella niður vistunargjald af öðru barni en áður hafði sveitarfélagið samþykkt fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa vistun fyrir fimm ára börn. Með þessari ákvörðun vill sveitarfélagið sýna í verki að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem barnafólk finnur að það er á góðum stað. (Af heimasíðu Fjarðabyggðar)

Orlofsdagar - lenging hjá sumum

Í samningum við Samtök atvinnulífsins sem gerðir voru í febrúar urðu breytingar á orlofi. Engar breytingar urðu á lágmarksorlofinu, það er óbreytt 24 dagar og 10,17% af öllu kaupi. Orlofsuppbætur.  Breytingarnar koma síðan inn til þeirra sem lengur hafa starfað með eftir farandi hætti:

Continue Reading