Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, verður með upplýsinga- og kynningarfund um "Velferðarvaktina" fyrir trúnaðarmenn AFLs, stjórn og starfsfólk nk. fimmtudag kl. 18:00. Aðrir félagsmenn eru og velkomnir. Velferðarvaktin var sett á stofn í febrúar sl. af félags-og tryggingamálaráðherra til að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna.
Krefjumst þess að staðið verði við hækkun persónuafsláttar
"Stjórn AFLS Starfsgreinafélags krefst þess að umsamin hækkun persónuafsláttar komi til framkvæmda um áramót. Einnig krefst stjórnin þess að áður umsamin verðtrygging á persónuáfslátt haldi. Hlífa verður þeim sem lægstar hafa ráðstöfunartekjurnar við frekari álögum eins og kostur er." - Stjórn AFLs Starfsgreinafélag samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum á miðvikudag. Ályktunin er samþykkt í kjölfar umræðu um skattahækkanir þar sem m.a. hafa verið uppi hugmyndir um að falla frá hækkun persónuafsláttar gegn lægri álagningaprósentu.
Kjaraskerðingum hafnað: Opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna
Formenn aðildarsamtaka Industrianställda i Norden, eða samtök starfsfólks í iðnaði á Norðurlöndunum, hafa birt opið bréf til ríkisstjórna landanna. Í bréfinu er m.a. hvatt til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku.
Sjómenn í gjallbing
Benedikt Davíðsson látinn
Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, lést í nótt eftir langvarandi veikindi.
Benedikt var formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur en hóf fyrst störf fyrir verkalýðshreyfinguna 1953 þegar hann tók til starfa á skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavíkur. Hann sat í miðstjórn ASÍ og var formaður ASÍ um árabil og gengdi auk þess fjölda trúnaðarstarfa fyfir verkalýðshreyfinguna.
Hann var mikill áhugamaður um uppbyggingu lífeyriskerfis verkalýðshreyfinguna og málefni sjúkrasjóða.
Íbúðir um jól og áramót
More Articles ...
- Launahækkanir 1. nóvember 2009
- Ársfundur ASÍ - ályktanir. AFL í miðstjórn
- Íbúðir AFLs Starfsgreinafélags um jól og áramót
- Fulltrúar AFLs á ársfundi ASÍ 2009
- Athugasemd um Landsvaka
- Öfundsverðar langtímahorfur: 50 milljarðar innleystir
- Gagnrýni AFLs var kannski óþolandi - en réttmæt!
- Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila
- AFL undirbýr stefnur á hendur sjóðsstjórum
- Hjólbarðaverkstæði Óskars á Fáskrúðsfirði ódýrt