AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur sjómannadeildr AFLs 2017

Aðalfundur sjómannadeildr AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn föstudaginn 29. desember 2017 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði

 Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Breyting á reglugerð deildarinnar
  3. Kjaramál
  4. Kosning stjórnar
  5. Önnur mál

Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild

Könnunin - búið að draga!

I könnun sem AFL Starfsgreinafélag og Eining Iðja fær Gallup til að gera um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna sinna, er einnig happadrætti, því allir sem tóku þátt gátu unnið veglega vinninga. Í bréfinu sem þátttakendur fengu var lukkunúmer. Búið er að draga og voru nöfn eftirfarandi félagsmanna dregin út. 

1. vinningur, kr. 100.000, Sólveig Helga Hjarðar (AFL)

2. vinningur, kr. 50.000, Kolbrún Gunnarsdóttir (Eining-Iðja)

3. – 6. vinningur, vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna, Hrund E. Thorlacius (Eining-Iðja), Silja Björk Blöndal (Eining-Iðja), Grétar Ægisson (AFL) og Jón Kristinn Henriksen (AFL)

Í ár lentu einnig 10 þátttakendur strax í happdrættispotti, voru í raun dregnir út áður en þeir svöruðu. Hinir heppnu vinningshafar fengu tilkynningu um það um leið og þeir höfðu lokið við að svara könnuninni, um er að ræða kr. 10.000 inneign á debetkorti sem þeir nálguðust á skrifstofu félagsins á Akureyri. Aðeins fimm þeirra sem dregin voru út svöruðu sem þýðir því miður að fimm félagsmenn misstu af því að fá vinning upp á kr. 10.000. Það getur borgað sig að taka þátt! 

Eining-Iðja óskar vinningshöfum til hamingju.

Hreyfimyndir innblásnar af málverkum gömlu meistaranna

AFL Starfsgreinafélag, Grunnskólinn á Seyðisfirði og Listasafn Alþýðu hafa tekið höndum saman og skipulagt vinnustofu fyrir börn á Seyðisfirði dagana 12. og 13. desember.seydisfjardarskoli asi list

,,Sjómennirnir (fiskibátur)‘‘ 1958-9 Gunnlaugur Scheving

2017 er afmælisár AFLs og var það hvatinn að því að vinnustofan er skipulögð á Austfjörðum að þessu sinni, en námskeiðið er hluti af stærra verkefni þar sem Listasafnið skipuleggur vinnustofur í hreyfimyndagerð í skólum á ýmsum stöðum víðsvegar um landið. AFL Starfsgreinafélag var stofnað 28. apríl 2007 með sameiningu þriggja félaga, AFLs Starfsgreinafélags Austurlands, Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og Vökuls Stéttarfélags. Öll félögin sem sameinuðust í AFLi eiga sér langa sögu.

Verkefnið felst í því að farið er með málverk úr stofneign Listasafns ASÍ inn í skólastofu þar sem nemendur fá að skoða verkið og fræðast um tilurð þess og höfund. Börnin vinna síðan hreyfimyndir sem innblásnar eru af viðkomandi verki. Þannig gefst þeim tækifæri til túlka verkið og  gefa því nýtt líf.  Þau rýna ofan í það sem helst vekur áhuga þeirra í verkinu; liti, birtu, form, stíl, bakgrunn eða það umhverfi sem verkið sjálft spratt úr á sínum tíma. Nemendur vinna í litlum hópum með aðstoð kennara sinna, búa til söguþráð, vinna klippimyndir úr pappír, mynda þær með spjaldtölvum, klippa þær til í klippiforriti og hljóðsetja. Þannig kynnast nemendur vel verkinu sjálfu í samhengi viðlistasöguna, læra um myndbyggingu, sjónarhorn og litanotkun, sögugerð og handritaskrif (storyboard), tæknivinnslu, hljóðvinnslu og kynnast jafnframt kvikmyndaferlinu frá upphafi til enda. Að þessu sinni verður unnið með málverkið ,,Sjómennirnir‘‘ eftir Gunnlaug Scheving en hann bjó á Seyðisfirði um tíma á sínum yngri árum.

Kennarar á námskeiðinu eru Ragnheiður Gestsdóttir myndlistar- og kvikmyndagerðarkona og Sigrún Jónsdóttir básúnuleikar og tónskáld.  Einnig verður Kolbrún Vaka Helgadóttir með í för en hún mun vinna stuttmynd um vinnustofuna sem verður gerð aðgengileg á heimasíðu Listasafnsins ásamt fleiri stuttmyndum frá öðrum stöðum.

Frekari upplýsingar veitir Elísabet Gunnarsdóttir forstöðumaður Listasafns Alþýðu
Sími: 868 1845 – Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Listasafn ASÍ var stofnað árið 1961. Safnið er eign Alþýðusambands Íslands og starfar samkvæmt reglugerð samþykktri af miðstjórn þess. Iðnrekandinn og bókaútgefandinn Ragnar Jónsson í Smára lagði grundvöllinn að

listasafninu með því að gefa ASÍ málverkasafn sitt – um 120 myndir – eftir marga af þekktustumyndlistarmönnum þjóðarinnar. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við

vinnandi fólk í landinu. Listasafn ASÍ hefur alla tíð starfað með þetta að leiðarljósi og hefur m.a. sérhæft sig í myndlistarsýningum sem settar eru upp á vinnustöðum og í stofnunum víða um land.  Safnið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess fyrir tæpum sextíu árum og geymir nú um 4000 verk.

Nú er kominn tími á desember- uppbótina

Greiða á desemberuppbót  ýmist með nóvemberlaunum eða í síðasta lagi fyrir 15. desember.  Upphæðir desemberuppbótar miðast við að starfsmenn hafi unnið 45 vikur í fullu starfi eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Yfirleitt þarf starfstími hjá sama launagreiðanda að vera 12 vikur eða meira til að réttur til desemberuppbótar myndist.

Starfsmenn í hlutastörfum fá greitt hlutfallslega uppbót og eins þeir sem unnið hafa hluta úr ári. Það geta verið aðeins mismunandi ákvæði í kjarasamningum og er fólki bent á að kynna sér sinn samning.

Vert er að vekja athygli námsmanna og annarra er störfuðu yfir sumarmánuðina á því að hafi starfstíminn verið 12 vikur eða meira á viðkomandi rétt á hlutfallslegri desemberuppbót.

Sjá nánar

Aðeins einn frestur og tíminn styttur fyrir sjómenn að sækja slysavarnarskólann.

Samgöngustofa hefur ákveðið að frá 1. janúar n.k. munu þeir sem sækja um frest til þess að sækja frumnámskeið eða endurmenntunarnámskeið öryggisfræðslunámskeiðs hjá Slysavarnaskóla sjómanna aðeins fá einn frest til þess að sækja slíkt frumnámskeið eða eftirmenntunarnámskeið og gildir sá frestur í  3 mánuði.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á farþegaskipum skulu hafa sótt og lokið öryggisfræðslunámskeiði og námskeiðum í hóp- og neyðarstjórnun. Þeir skulu með sama hætti og hingað til hafa lokið annað hvort öryggisfræðslunámskeiði eða hóp- og neyðarstjórnunarnámskeiði til þess að fá frest til að sækja það námskeið sem þeir hafa ekki sótt. Sá festur er aðeins veittur í eitt skipti og gildir til 3ja mánaða eins og hingað til.

Í reglugerð nr. 817/2010 um lögskráningu sjómanna er sú krafa gerð að eigi megi ráða mann til starfa á íslensku skipi nema að hann hafi sótt námskeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum aðila. Í reglugerðinni er að finna heimild Samgöngustofu til að veita sjómanni fest frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu, hafi hann ekki sótt slíkt námskeið áður en hann hafði verið lögskráður á skip í 180 daga, (Frumnámskeið) eða áður en 5 ár voru liðin frá því að hann sótti síðast námskeið í öryggisfræðslu, (Endurmenntunarnámskeið). Samgöngustofa hefur undanfarin ár viðhaft það verklag að veita sjómanni frest frá því að sækja öryggisfræðslunámskeið í allt að tvö skipti. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi