Mótmælum hækkun gjaldskrár
AFL Starfsgreinafélag hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu í kjölfar hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í Fjarðabyggð:
"Afl Starfsgreinafélag lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun bæjarráðs Fjarðabyggðar að hækka gjaldskrá hitaveitu um liðlega 20%. Ákvörðunin kemur ekki bara illa við íbúa sveitarfélagsins heldur er hún óheppileg á þessum tíma þegar mikil óvissa ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar, vextir og verðbólga í hæstu hæðum og afkoma heimilanna erfið.
AFL Starfsgreinafélag hvetur sveitarfélög á félagssvæði til að hækka ekki gjaldskrár vegna þjónustu sveitarfélaganna. Ennfremur hvetur AFL sveitarfélög til að gæta sérstaklega að hagsmunum barna og unglinga við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu.
Afl Starfsgreinafélaga skorar á bæjarráð Fjarðarbyggðar, að endurskoða ákvörðun sína."
"Afl Starfsgreinafélag lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun bæjarráðs Fjarðabyggðar að hækka gjaldskrá hitaveitu um liðlega 20%. Ákvörðunin kemur ekki bara illa við íbúa sveitarfélagsins heldur er hún óheppileg á þessum tíma þegar mikil óvissa ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar, vextir og verðbólga í hæstu hæðum og afkoma heimilanna erfið.
AFL Starfsgreinafélag hvetur sveitarfélög á félagssvæði til að hækka ekki gjaldskrár vegna þjónustu sveitarfélaganna. Ennfremur hvetur AFL sveitarfélög til að gæta sérstaklega að hagsmunum barna og unglinga við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu.
Afl Starfsgreinafélaga skorar á bæjarráð Fjarðarbyggðar, að endurskoða ákvörðun sína."