Formannafundur SGS
Fjölmenntur formannafundur SGS var haldinn í Hafnarfirði í dag en fundurinn sem vera átti á Egilsstöðum í síðasta mánuði var frestað vegna efnahagskrísunnar og síðan fluttur til Hafnarfjarðar. Fundurinn var reglulegur fundur til afgreiðslu ársreikninga og starfsskýrslu.
Á fundinum var ennfremur fjallað ýtarlega um starfsendurhæfingu og starfssemi Endurhæfingarsjóðsins sem stofnaður var í kjölfar kjarasamninga í vetur er leið.
Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands, kynnti starfssemi StarfA fyrir fundargestumþ
Að fundi loknum voru álfabyggðir Hafnarfjarðar skoðaðar.