AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Atvinnuöryggi: Alþjóðlegur baráttudagur

Á Þriðjudaginn í næstu viku, 7. október nk. hafa alþjóðleg og evrópsk verkalýðssamtök ákveðið að efna til aðgerða og reyna að hvetja til umræðu um atvinnuöryggi.  Aðgerðirnar geta verið allt frá vinnustaðafundum, málþingum og upp í fjölmenna útifundi.

Áhersla aðgerða í nokkrum nágrannalöndum Íslands beinist fyrst og fremst að réttindum þeirra sem eru lausráðnir starfsmenn, verkefnaráðnir eða útleigðir af starfsmannaleigum. Ennfremur er víða gripið til aðgerða til að vekja athygli á því að með útvistun verkefna komast fyrirtæki hjá því að efna kjarasamninga við verkalýðsfélög.

Þannig er algengt í stóriðjuverum t.d. í Bandaríkjunum, að allt að þriðjungur starfsmanna vinni á vegum undirverktaka með lág laun og lítil almenn félagsleg réttindi á meðan aðrir starfsmenn vinna samkvæmt gildandi kjarasamningum við fyrirtækið sjálft.

Síðustu ár hefur AFL og önnur verkalýðsfélög barist við verkkaupa er nýta sér þjónustu starfsmannaleiga. Stundum má vart á milli sjá, hvor aðilinn er ósvífnari í því að ganga á réttindi launafólksins en sem betur fer finnast einnig starfsmannaleigur þar sem kjarasamningar eru virtir.

Sem dæmi um útvistun verkefna má t.d. nefna að þrátt fyrir að aðildarfélög SGS hafi kjarasamning við sveitarfélög vegna ræstinga í skólum, leikskólum og öðrum stofnunum, hefur í seinni tíð borið æ meir á því að fastráðnu ræstingarfólki sé sagt upp og verkið sett í verktöku ræstingarfyrirtækja.

Svo virðist sem kaup og kjör starfsmanna þeirra fyrirtækja standist ekki samanburð við þau kjör er samningar SGS tryggðu starfsmönnum viðkomandi sveitarfélags - en oft eru starfsmenn ræstingarfyrirtækjanna af erlendu bergi og leita ekki aðstoðar stéttarfélaga þó á þeim séu brotin réttindi.

 

Sjá nánar á vef ASÍ: 

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi