AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sumar skrifstofur okkar lokaðar

Vegna starfsmannaferðar AFLs Starfsgreinafélags verða truflanir á opnun skrifstofa félagsins næstu daga eða fram á miðvikudag 11. október.  Reynt verður að halda skrifstofunum á Höfn og Neskaupstað opnum og að hluta á Egilsstöðum. Skrifstofan á Djúpavogi verður lokuð 10. okt..  Skrifstofan á Reyðarfirði og á Vopnafirði verða lokaðar.  Svarað verður í síma 4700300 þessa daga. En ath. búast má við að símsvörun verði treg á álagstímum þar sem aðeins tveir starfsmenn verða við síma.

Búast má við að einhverjar af skrifstofum okkar opni ekki aftur fyrr en á miðvikudag – en starfsmenn félagsins ætla erlendis og höfðu pantað með flugi frá Egilsstöðum.  Það flug var fellt niður og því er farið frá Keflavík og reikna má með að þeir starfsmenn sem aka suður verði á akstri á miðvikudag. 

Ef erindi eru brýn – þá er bent á að hringja í síma 4700 300 eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jól 2017 og Áramót 2017 - 2018

Opnað hefur verið fyrir umsóknir orlofsíbúða fyrir jóla og áramótatímabil. Að þessu sinni eru tímabilin eftirfarandi; jólatímabil er frá 21. – 28. desember og áramótatímabilið frá 28. des til 04. janúar 2018. Umsóknir eru tiltækar í rafrænu formi á heimasíðu félagsins www.asa.is undir linknum AFL/Eyðublöð, einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofum félagins. Þær þurfa að hafa borist skrifstofum félagsins fyrir 06. nóvember n.k. Úthlutun fer fram 07. nóvember og verður öllum umsóknum svarað.

Loftun byggingahluta

0917 IDAN Loftun

Til að hindra rakamyndun og myglu.
Námskeið fyrir þá sem vinna við frágang og byggingarhluta sem mynda ytra byrði húsa s.s. þak og útveggja. Markmið þess er að fræða þátttakendur um loftun byggingahluta og hlutverk hennar við að hindra myndun raka og myglu. Fjallað er um raka í byggingum og byggingarefnum og farið í gegnum deililausnir í mismunandi gerðum bygginga og byggingahluta.

Kennari: Björn Marteinn arkitekt og verkfræðingur og Jón Sigurjónsson, verkfræðingur.
Staðsetning: Austurbrú, Búðareyri 1. Reyðarfirði.
Tími: Föstudagur 6. október kl. 13:00 - 17:00 og Laugardagur 7. október kl. 9:00 - 13:00.
Fullt Verð: 35.000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR 7.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar á idan.is og í síma 5906400

Starfsdagur grunnskóla- starfsmanna 2017

Starfsdagur2017Föstudaginn 8. september 2017 - Búðareyri 1 - Reyðarfirði

Dagskrá:

10:00   Setning – Sigurbjörg Kristmundsdóttir,  AFL Starfsgreinafélag

10:10  Kynning á starfssemi AFLs Starfsgreinafélags

  1. Vinnustaðaeftirlit – tilgangur og framkvæmd – Gunnar Smári Guðmundsson, AFL Starfsgreinafélag
  2. Sjúkrasjóður – reglur og afgreiðsla – Sigurbjörg Kristmundsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
  3. Orlofssjóður – sjálfsafgreiðsla á netinu – Gunnar Smári Guðmundsson  
  4. Virk Endurhæfingarsjóður – endurkoma á vinnumarkað – Ásdís Sigurjónsdóttir, AFL Starfsgreinafélag.

12:00  Hádegisverðarhlé

13:00  Breytingar og áskoranir í skólastarfi. Sigurbjörn Marinósson, Skólaskrifstofu Austurlands.

14:00  Staðarfjölmiðlar og sjálfsmynd. Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona.

15:00  Kaffihlé

15:30  Umræðuhópar

17:00  Hlé

18:00  Kvöldverður

Ferðir verða skipulagðar frá þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Skráning á skrifstofum félagsins.

Góður sigur í hæstarétti!

Fullur sigur vannst í Hæstarétti sl. föstudag í máli er lögmaður AFLs, Eva Dís Pálmadóttir, hrl, hefur rekið fyrir félagsmann AFLs er varð fyrir alvarlegu vinnuslysi í janúar 2013.  Félagsmaðurinn, sem vann við rafsuðu hjá VHE, fékk rafstraum í höfuðið og sagðist næst hafa munað eftir sér standandi fyrir utan klefann sem hann vann í. Honum var ekið til læknis en engar frekari ráðstafanir gerðar af fyrirtækinu, VHE.  Vinnuslys þetta var ekki tilkynn og ekki rannsakað.  Félagsmaðurinn glímdi síðan við höfuðverki og sjóntruflanir þar til hann hætti að vinna í ágúst en til AFLs leitaði hann ekki fyrr en í desember sama ár.

AFL fól Evu Dís að gæta hagsmuna félagsmannsins og var þegar farið í að tilkynna slysið til réttra aðila en Vinnueftirlitið rannsakaði ekki slysið þar sem svo langt var liðið frá því það gerðist þegar það var loks tilkynnt.

Tryggingafélag VHE hafnaði síðan kröfu félagsmannsins um bætur úr ábyrgðartryggingu en greiddi skv. skilmálum um launþegatryggingu.  AFL fól þá lögmanni í samráði við félagsmanninn að leita til úrskurðarnefndar tryggingafélaga og þar lá fyrir úrskurður í ársbyrjun 2015 þar sem tekið var undir kröfu okkar.  Í kjölfar þess höfðaði lögmaður AFLs mál fyrir héraðsdómi Austurlands snemma árs 2016 gegn VHE og  Sjóvá, til viðurkenningar á skaðabótaskyldunni.. Málið vannst en var síðan áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp sinn úrskurð á föstudag.

Meðal málsaðstæða sem vert er að vekja athygli á er að mati héraðsdóms hafði VHE verulega vanrækt tilkynningar og rannsóknarskyldu sína varðandi slysið og ennfremur að VHE hafi vanrækt verkstjóraskyldur með því að tryggja ekki fullnægjandi fræðslu og leiðbeiningar um hættur í vinnuumhverfinu og með því að ekki var framkvæmt áhættumat vegna verksins sem unnið var að.  Hæstiréttur staðfestir héraðsdóminn.

Félagsmaðurinn hefur glímt við veikindi frá því slysið varð en eftir er að meta varanleg áhrif slyssins.

Dóminn má sjá hér Dómur hæstaréttar

 

Hver tekur forystu í baráttu vetrarins?

Í kjölfar þess að Alþýðusamband Íslands sendi út skýrslu um aukna skattbyrði á láglaunafólk sendi formaður VR forystu Alþýðusambandsins þung skeyti þar sem ábyrgð á skattbyrðinni var velt á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Af því tilefni ályktaði stjórn AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöldi:

 

"Stjórn AFLs Starfsgreinafélags lýsir furðu á yfirlýsingu formanns VR að ábyrgð á hækkun skattbyrði á láglaunahópa samfélagsin hvíli hjá verkalýðshreyfingunni. AFL minnir á að það eru stjórnvöld hverju sinni sem ráða skattbyrði og reynsla liðinna ára hefur verið að stjórnvöld hafa haft áskoranir Alþýðusambandsins að engu.

Stjórn AFLs fagnar hins vegar baráttuhug sem greina má í málflutningi formanns VR og telur því ljóst að félagið muni fara í fararbroddi í kjarabaráttu vetrarins.  Formaðurinn situr í fámennri samninganefnd Alþýðusambandsins og hefur því bein áhrif á það hvort forsenduákvæði kjarasamninga verði notuð til að segja upp samningum.  Stjórn AFLs vill hvetja formann VR til að axla ábyrgð á stöðu sinni og láta verkin tala.

Fari VR í forystu í kjarabaráttu vetrarins mun ekki standa á AFLi Starfsgreinafélagi að fylgja eftir."

Samþykkt á stjórnarfundi 11. september 2017

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi