AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Iðnaðarmenn semja - stytting vinnuviku

Skrifað var undir nýjan kjarasamning iðnaðarmanna í gær og fer hann í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá AFLi eftir helgi.  Nánar um samninginn má sjá á heimasíðu Samiðnar en Iðnaðarmannadeild AFLs er aðili að Samiðn.

http://samidn.is/

 

"...og ef einhver segir eitthvað þá hlustar enginn - því við erum öll upptekin við að kaupa glingur á netinu..."

FyrsiMai2019

Sjá fleiri myndir

Hátíðahöld AFLs á 1. maí tókust vel og var húsfyllir á nánast öllum samkomum félagsins en þær voru haldnar á Höfn, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgafirði Eystri og Vopnafirði og var vel á annað þúsund manns alls þátttakendur í baráttufundum félagsins.

1. maí ávarp félagsins fer hér á eftir.

Heimurinn hefur aldrei verið eins fullkominn eins og í dag.

Framleiðslugeta mannskyns er meiri en nokkru sinni áður og í raun fer fátækt í heiminum minnkandi og lífsgæði eru að aukast. Á sama tíma vex reiði í samfélögum sem eru meðal þeirra ríkustu í heiminum. Fólk í gulum vestum fer um stræti stórborga Frakklands og mótmælir. En það er ekki samhljómur í mótmælunum – þar ganga hlið við hlið hægri öfgamenn, kommúnistar og umhverfisaktívistar. Það er reiðin sem sameinar.

Lesa meira

AFL samþykkir kjarasamning verslunarfólks

AFL staðfesti í atkvæðagreiðslu kjarasamning Landssambands Íslenskra Verslunarmanna við Samtök Atvinnulífsins.  Kjörsókn var 28,33%. Já sögðu 80%, nei 10% og auðu skiluðu 10%.  

Önnur félög LÍV samþykktu einnig kjarasamninginn með allt frá 80% já og að 100%.  Kjörsókn annarra félaga var frá 10% og að 60%.

Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Fyrstimai2019

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.
1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum

Vopnafirði,
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kaffiveitingar.  Tónlistaratriði
Ræðumaður:  Kristján Eggert Guðjónsson

Borgarfirði eystri,
Hátíðardagskrá verður í Álfheimum kl. 12.00 
Súpa og meðlæti.
Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfirði, 
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    
Kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Egilsstöðum,
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.30  
Morgunverður  og tónlistaratriði.
Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Reyðarfirði,
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:30.
Kaffiveitingar og tónlistaratriði
Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Ræðumaður: Elías Jónsson

Eskifirði,
Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.
Kaffiveitingar og tónlistaratriði
Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Ræðumaður:  Elías Jónsson

Neskaupstað,
Hátíðardagskrá á Hildibrand kl.1400
Kaffiveitingar
Tónlistaratriði –félags harmónikkuunnenda
Ræðumaður:  Bergsteinn Brynjólfsson

Fáskrúðsfirði,
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00
Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar.
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Stöðvarfirði,
Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  
Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður: Birkir Snær Guðjónsson

Breiðdalsvík,
Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00
Kaffiveitingar og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Birkir Snær Guðjónsson

Djúpavogi,
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00,
Morgunverður,  tónlistaratriði myndlistasýning grunnskólans
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Hornafirði,
Hátíðardagskrá á Z Bistro kl. 14:00, kaffiveitingar
Lúðrasveit Hornafjarðar ,tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

 

 

Réttindin féllu ekki af himnum ofan

Birkir

Birkir Snær Guðjónsson, trúnaðarmaður AFLs hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn og í forystu ASÍ UNG í viðtali Austurgluggans.  Viðtalið er birt hér með leyfi Austurgluggans.sjá hér

AFL samþykkir kjarasamning verkafólks

AFL Starfsgreinafélag hefur staðfest nýgerðan kjarasamning SGS við Samtök Atvinnulífsins.  Kjörsókn félagsins var 22,45% og já sögðu 79,11%, nei sögðu 15,47% og 5,42% skiluðu auðu.  Samningurinn telst því samþykktur.

Öll önnur aðildarfélög SGS staðfestu samninginn einnig með allt frá 50% já og upp í um 90%.  Kjörsókn var frá 7% - 30%.

Nánar er fjallað um kosningarnar á heimasíðu SGS, www.sgs.is

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi