AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Gæta þarf stöðu láglaunafólks

Rétt í þessu var að ljúka fjölmennum fundi trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélag. Á fundinum var kjörin samninganefnd félagsins og formaður kjörstjórnar. Formaður AFLs, Hjördís Þóra, kynnti undirbúning kröfugerðar vegna samninga við Launanefnd Sveitarfélaga en samningar AFLs og velflestra annarra SGS félaga losna nú 30. nóvember.

Samninganefnd félagsins fól Hjördísi Þóru samningsumboð vegna starfsmanna sveitarfélaga og skipaði 5 manna viðræðuhóp henni til halds og trausts og jafnframt bakhóp allra trúnaðarmanna á stofnunum  sveitarfélaga á félagssvæðinu. Jafnframt var kröfugerð félagsins samþykkt, en hún er unnin í samvinnu við starfsmenn sveitarfélaga, eftir starfsdag starfsmanna grunnskóla á svæðinu og eftir könnun sem á annað hundrað félagsmenn svöruðu.

Á fundinum voru efnahagsmál rædd og kom m.a. fram að verkalýðshreyfingin þarf að vera á varðbergi við lausn yfirstandandi efnhagskreppu - að óhóflegum hluta þeirrar byrðar sem rætt er um að þjóðin axli sameiginlega, verði ekki velt yfir á láglaunafólkið í landinu.

Ennfremur var hvatt til að félagsmenn settust í "naflaskoðun" og jafnvel fletti upp í gömlum fundargerðarbókum til að sækja sér reynslu því nú stefndi í að verja þyrfti félagsleg réttindi á öllum sviðum. Það kom fram í máli fundarmanna að nú gæfist einstakt tækifæri til að "gefa upp á nýtt" í mörgum málaflokkum og mikilvægt væri að forysta verkalýðshreyfingarinnar stæði á vaktinni til að koma í veg fyrir að sömu öfl fjármagns og fyrirgreiðslu næðu tangarhaldi á fjármálalífinu á nýjan leik. Með þau öfl við stjórnvöl yrði engin sátt á vinnumarkaði í boði.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi