Sjúkrasjóður AFLs stendur vel
Mynd fengin af Inscol
Þrátt fyrir að verulega hafi verið bætt í réttindi félagsmanna í Sjúkrasjóði félagsins stefnur í að hann skili afgangi. Í vor var hármarksupphæð sjúkradagpeninga hækkuð i í kr. 900.000 og hlutfall af tekjum síðustu mánaða hækkað í 85%. Fyrir rösku ári voru flestir styrkir sjúkrasjóð hækkaði um 50% enda höfðu hámarksupphæðir þá verið óbreyttar í nokkur ár.
Sjúkradagpeningar sem félagið hefur þegar greitt á árinu eru að upphæð 119 milljónir króna en voru 103 milljónir allt árið í fyrra. Greiddir styrkir ársins eru að upphæð 30 milljónir króna en voru 29 milljónir króna 2017.
Stærstu flokkar einstakra styrkja eru ferðastyrkur - u.þ.b. 5 milljónir króna, Heilsueflingarstyrkir og dánarbætur u.þ.b. 5 milljónir króna hvor flokkur. Sjúkraþjálfun og sjúkranudd námu tæpum 5 milljónum, gleraugnastyrkir röskum þremur milljónum. Krabbameinsskoðanir og sálfræðiþjónusta rösk milljón hvor flokkur.
Skv. bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu 11 mánuði ársins stefnir í að Sjúkrasjóður skili um 10 milljón króna afgangi - en verulegar sveiflur hafa verið í sjúkradagpeningagreiðslum síðustu ár og hefur munað allt að 20% á milli ára.