Verkfall í boði Samtaka atvinnulífsins
hófst að nýju á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld eða 6. og 7. maí. Á samningafundi SGS og SA í gærmorgun var rætt tilboð SA sem fram kom á sunnudaginn og kynnt hefur verið í fjölmiðlum sem 20% hækkun dagvinnulauna. Samkvæmt útreikningum SGS jafngildir tilboð SA því að þeir félagsmenn okkar sem eru á lægstu grunnlaununum fái u.þ.b. 30 þúsund kr. hækkun á þremur árum. Annað sem SA býður er að lengja dagvinnutímabilið og lækka yfirvinnuálagið og heitir á þeirra máli breytingar á vinnuskipulagi