AFL starfsgreinafélag

Kjaramál

Sælir - eins og fram hefur komið í fréttum hefur slitnað upp úr viðræðum Sjómannasambandins og SFS.  Við vísuðum deilunni í vor til sáttasemjara í von um að hann kæmi einhverri hreyfingu á málin og ég hefði viljað að við værum komin lengra núna - svona rétt fyrir kosningar.  Ég sé ekki annað en að við förum að ræða verkfall á næstu vikum.  Hér að neðan er minnisblað frá SSÍ um gang mála og stöðuna núna.

Minnisblað af vettvangi samningamála.

Allan tíman í viðræðunum við SFS hefur strandað á auknu mótframlagi útgerðarinnar í lífeyrissjóði sjómanna, þ.e. 3,5% mótframlaginu sem almenni vinnumarkaðurinn fékk.

Útgerðarmenn hafa viljað fá kostnaðaraukann af auknu mótframlagi í lífeyrissjóð bættan að fullu með eftirgjöf á öðrum þáttum. Í því sambandi hafa þeir nefnt aukna þátttöku sjómanna í slysatryggingunni, þátttöku sjómanna í veiðileyfagjaldinu á útgerðina, lækkun skiptaverðmætisins til sjómanna, lækkun bóta slysatryggingarinnar þegar dlys er metið undir 15% örorku og síðast en ekki síst hafa þeir viljað búa til nýja reglu um nýsmíðaákvæði sem færði þeim ávinning frá því sem nú er.

Öllum þessum kröfum útgerðarinnar um auknar álögur á sjómenn fyrir lífeyrissjóðinn hefur ítrekað verið hafnað.

Þann 1. júlí síðastliðinn lögðu öll samtök sjómanna fram sameiginlega tillögu til SFS um lausn deilunnar um endurnýjun kjarasamninga. Eins og menn muna voru ekki allir sáttir við að þetta hafi verið gert, en hugmyndi var að setja fram gulrót fyrir SFS til að ganga til samninga. Í tölælögum sjómanna fólst:

1. Að kauptryggingin og aðrir kaupliðir hækkuðu í takt við það sem samið var um á almenna markaðnum í kjarasamningunum 2019. Frá 1. nóvember 2022 tæki kauptryggingin og  kaupliðirnir sömu breytingum og á sömu dagsetningum og samið verði um að laun á almenna markaðnum hækki.

2. Að skiptaverðmætishlutfallið yrði fest í 71% og olíuviðmiðið færi út.

3. Að mótframlag útgerðarinnar í lífeyrissjóð hækki um 3,5% stig, fari úr 8% í 11%.

4. Stærðarviðmiði í kjarasamningi yrði breytt úr brúttórúmlestum í skráningarlengd í metrum.

5. Gengið verði frá stöðluðu samningseyðublaði um fiskverð á uppsjávarveiðiskipum, upplýsingagjöf til Verðlagsstofu yrði bætt, m.a. vegna frystiskipa og nokkur önnur smærri atriðu yrðu lagfærð í núgildandi kjarasamningi.

6. Með framangreindum breytingum framlengdust samningar aðila til 31. desember 2026, þ.e. boðið var upp á rúmlega 5 ára samning gegn framangreindu.

SFS höfnuðu þessum hugmyndum sjómanna á fundi þann 12. júlí síðastliðinn og lögðu fram nýja tillögu og lögðu til að skiptaverð yrði fest í 70%, nýsmíðaákvæði kæmi inn í breyttri mynd útgerðinni til hagsbóta og að sjómenn greiddu 1/3 af kostnaði vegna slysatryggingarinnar.

Á fundi hjá sáttasemjara þann 20. júlí sl. var plagginu frá SFS frá 12. júlí hafnað. Jafnframt var skýrt tekið fram að þar sem sameiginlegum kröfum sjómanna var hafnað væru viðræðurnar komnar í fyrra horf, þ.e. að SSÍ færi sér með sín mál í samstarfi við FS, en VM, SÍ og SVG væru utan þeirra viðræðna.

Í lok þess fundar ákvað sáttasemjari að boða til næsta fundar þann 10. ágúst síðastliðinn. Á þeim fundi virtist vera áhugi hjá SFS á að klára málin á grundvelli sameiginlega tilboðs Samtaka sjómanna. Þó virtist ekki eining innan útgerðarhópsins um málið. Funur var boðaður þann 16. ágúst með öllum samtökum sjómanna og settir af stað vinnuhópar til að undirbúa samningagerðina. Vinnuhópur um stærðarmörk í kjarasamningi var endurvakinn, settur var á vinnuhópur um upplýsingar til VSS og staðlaða verðsamninga fyrir uppsjávarskipin þar sem verð til sjómanna væri hlutfall af afurðaverði. Einnig var settur vinnuhópur í að skoða slysatrygginguna og kostnað vegna slysa þar sem örorka væri metin undir 15%.

Á fundi þann 27. ágúst gerðu hóparnir grein fyrir störfum sínum. Vinnuhópurinn um staðlaða verðsamninga á uppsjávarskipunum og upplýsingagjöf til VSS höfðu ekki lokið störfum en vinnan var langt komin. Hópurinn um stærðarmörk fiskiskipa var búinn með sitt verk og á bara eftir að taka ákvarðanir til að ljúka því máli milli aðila. Varðandi slysatrygginguna hafa sjómenn að hreyfa við því máli og stendur það því allt fast, en eins og áður er það krafa útgerðarmanna að fá kostnað vegna aukins lífeyrisréttar greiddan að fullu með einhverjum hætti. Í kjölfar þessa fundar boðaði sáttasemjari þröngan hóp til fundar frá hvorum aðila til að reyna að finna flöt á lausn. Fundur var haldinn í hópnum í gær (30. ágúst) og reyndu útgerðarmenn að fá sjómenn til að samþykkja að gefa eftir varðandi örorkuna, ræddu um nýtt nýsmíðaákvæði o.þ.h. Öllum hugmyndum útgerðarinnar var hafnað. Annar fundur í þessum þrönga hópi verður á morgun (31. ágúst).

Ef útgerðarmenn hætta ekki tilraunum sínum til að ná kostnaði á móti lífeyrissjóðnum af sjómönnum er líklegt að upp úr slitni á fundinum á morgun. Þannig er staðan á þessari stundu.

Sjómenn eru tilbúnir til að festa skiptaverðið í 70% og lenga samningstímann í 6 ár gegn lífeyrissjóðnum, að því gefnu að kauptrygging og kaupliðir taki sömu breytingum og á almenna vinnumarkaðnum. Hins vegar eru sjómenn ekki tilbúnir að taka á sig kostna vegna slysatrygginga, skerða örorku undir 15% eða að taka upp nýtt nýsmíðaákvæði fyrir lífeyrissjóðinn. Næstu dagar skera úr um hvort verði samið eða hvort deilan fer í einhvern annan farveg.

Þú átt aukagreiðslu í febrúar - en færðu hana?

Í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins (AFLs og annarra félaga) er ákvæði um "Félagsmannasjóð".  Sveitarfélögin og stofnanir þeirra greiða sem nemur 1,5% launa inná sérstakan sjóð í vörslu Starfsgreinasambands Íslands.  Þú átt inneign í þeim sjóði fyrir tímabilið febrúar 2020 - desember 2020.  Þessi inneign er til útgreiðslu núna 1. febrúar 2021.

Það verður ekki hægt að greiða út þessa inneign nema þú skráir bankaupplýsingar þínar á "mínar síður" hjá AFLi  www.asa.is  Þú getur skráð þig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum, íslykli eða lykilorði sem AFL úthlutar.

Verklag á þessu er þannig að AFL mun senda Starfsgreinasambandinu bankaupplýsingar allra sem unnið hafa hjá sveitarfélögum og stofnunum sveitarfélaga og koma fyrir á skilagreinum til AFLs á þessu tímabili.  Starfsgreinasambandið mun í kjölfarið greiða út inneign félagsmanna.

Við höfum síðustu vikur verið að safna bankaupplýsingum okkar félagsmanna - þar sem þær vantaði og þetta er lokahnykkurinn á því átaki.  Vinsamlega skráðu inn þínar bankaupplýsingar strax í dag.

Athugið - það þarf að skrá bankareikning sem þú átt sjálf(ur) - því kerfið okkar spyr bankakerfið í rauntíma og fær staðfestingu á að reikningur og kennitala passi saman.  

Þegar komið er inn á "mínar síður" þarf að fara í "breyta persónuupplýsingum" og þá er hægt að skrá inn bankaupplýsingar og svo netfang og farsíma.

Praca zmianowa?

Pracazmianowa

Za pracę poza zwykłymi godzinami płacona jest różna stawka nadgodzinna lub dodatek zmianowy. Stawka za dodatek zmianowy jest niższa niż stawka za nadgodziny i dlatego istnieją określone zasady dotyczące wypłacania dodatku zmianowego.

Stawki dodatku zmianowego mogą się różnić w zależności od poszczególnych umów zbiorowych.

Następujące rzeczy są jednakowe dla wszystkich dodatków:

• Plan zmianowy powinien byń przedstawiony z odpowiednim wyprzedzeniem czasu. Czas różni się w poszczególnych umowach zbiorowych.             
• Zmiany mają stały czas rozpoczęcia i zakończenia – nie zezwala się na wysyłanie pracownika do domu przed zakończeniem jego zmiany w celu zaoszczędzenia pieniędzy. Stawka powinna zostać wypłacona w całości.
• Praca wychodząca poza ustalone godziny zmianowe powinna być wypłacana jako nadgodziny.
• Wszyscy pracujący w systemie zmianowym mają prawo do urlopu zimowego.
• Każdą przepracowaną godzinę ponad 173 klst. miesięcznie należy traktować jako nadgodzinę.

Najczęstrze nieprzestrzeganie zasad umów zbiorowych dotyczących pracy zmianowej:
• Plan pracy zmianowej utworzony z niewystarczającym wyprzedzeniem czasu.
• Plan pracy zmianowej utworzony za późno.
• Plan pracy zmianowej zmieniany odręcznie – nawet codziennie.
• Zmiany zaczynają się i kończą w różnym czasie.

Jeżli pracodawca nie dotrzyma zasad pracy zmianowej, powinien wypłacić dodatek nadgodzinny, wynoszący 80% podczas gdy dodatek zmianowy wynosi 30% – 55%. (W zależności od umów zbiorowych i czasu pracy).

Zasady dotyczące pracy zmianowej są zróżnicowane w zależności od umów zbiorowych. Dlatego ważnym jest sprawdzenie danej umowy zbiorowej i zapoznanie się z jej regułami.

Główne umowy zbiorowe członków związków zawodowych AFL
- Umowa zbiorowa SGS i SA
- Umowa zbiorowa SGS i SA dla przemysłu hotelarskiego, handlowego i restauracji i pokrewnych działalności
- Umowa zbiorowa SGS i Związek gmin
- Umowa zbiorowa SGS i ministerstwa finansów na rzecz państwa
(Dodatkowo kilka umów z mniejszymi związkami – informacje na naszej stronie)

AFL Zwiazki Zawodowe rejone | Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. | Tel. 470 0300   www.asa.is

Vaktavinna ?

Fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma er ýmist greitt yfirvinnukaup eða vaktaálög. Vaktaálög eru mun lægri en yfirvinna og því eru skilyrði fyrir því hvenær greiða má vaktaálag.

Vaktavinnuákvæði geta verið mismunandi eftir kjarasamningum.

Eftirfarandi er sameiginlegt:

  • Vaktaplan þarf að liggja fyrir með ákveðnum fyrirvara. Mismunandi á milli kjarasamninga.
  • Vaktir hafa fast upphaf og fastan endi – óheimilt er að senda fólk heim af vakt og spara sér laun. Alltaf skal greiða vakt að fullu.
  • Öll vinna fram yfir fyrirfram ákveðin vaktalok skal greiða sem yfirvinnu.
  • Allir sem vinna vaktavinnu eiga rétt á vetrarfríi.
  • Alla vinnu umfram 173 klst. á mánuði skal greiða sem yfirvinnu.

Algengustu brot á ákvæðum kjarasamninga um vaktavinnu:

  • Vaktir settar á með ófullnægjandi fyrirvara.
  • Vaktaplan ekki lagt fram fyrr en alltof seint.
  • Vaktaplani breytt eftir hendinni – jafnvel daglega.
  • Vaktir byrja og enda á mismunandi tímum.

Ef launagreiðandi uppfyllir ekki skilyrði um vaktavinnu á að greiða yfirvinnuálag – sem er 80% á meðan vaktaálög eru 30% – 55%. (Mismunandi eftir kjarasamningum og tíma sólarhrings).

Ákvæði um vaktavinnu eru mismunandi eftir því eftir hvaða kjarasamningi er unnið. Þess vegna er mikilvægt að skoða viðkomandi kjarasamning til að sjá hvaða reglur gilda.

Helstu kjarasamningar félagsmanna AFLs

  • - Kjarasamningur SGS og SA
  • - Kjarasamningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti, þjónustu- og greiðasölustaða,  afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi
  • - Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • - Kjarasamningur SGS og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
  •  (Að auki eru nokkrir samningar við minni aðila - sjá nánar á vef félagsins)

Stóri bróðir vill skoða þig

security camera sign icon vector 20751329

 

Síðustu mánuði hafa nokkrir félagsmenn AFLs verið boðaðir í skoðun hjá „trúnaðarlæknum“ launagreiðenda sinna. Einhverjir hafa mætt í þessar skoðanir en aðrir hafa haft samband við AFL og við ráðleggjum fólki ekki að fara til trúnaðarlækna ef það ekki beinlínis óskar þess sjálft.

Störf trúnaðarlækna hafa verið mjög til skoðunar síðustu ár og lagarammi um störf þeirra er mjög götóttur.  Trúnaðarlæknar hafa í raun enga aðra stöðu en aðrir læknar og eiga að vera bundnir af sama trúnaði og aðrir læknar. Þeir starfa líka undir sömu lögum og siðareglum.  Eitt grundvallaratriði í lögum um heilbrigðisstarfsmenn er að það er ekki hægt að þvinga neinn til að þiggja læknisþjónustu.

Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað.  Fyrirtækin hafa verið að bæta í og það hefur verið mjög í tísku að skikka fólk til að tilkynna veikindi sín til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

Þá virðist og vera að færast í vöxt að fólk er „boðað“ í viðtal og skoðun hjá trúnaðarlækni.

Í þessu sambandi er rétt að benda fólki á eftirfarandi.

  1. Öllum er frjálst að velja sinn eigin lækni og ekki er hægt að senda fólk til læknis sem það ekki vill hitta.
  2. Læknisvottorð sem læknir með starfsleyfi, gefur út, er fullgilt og mun duga í innheimtumáli komi til þess að innheimta þurfi laun í veikindum. Það þarf mjög ríkar ástæður til að véfengja læknisvottorð og dómstólar hafa að jafnaði tekið læknisvottorð góð og gild.
  3. Á læknisvottorði sem sent er fyrirtæki á alls ekki að koma fram hvaða veikindi það eru sem hrjá fólk – heldur aðeins hvort viðkomandi er vinnufær eða ekki. Sama gildir í raun um læknisvottorð sem send eru stéttarfélögum v. sjúkradagpeninga.
  4. Á sama hátt kemur í sjálfu sér hvorki verkstjóra né starfsmanni einkaheilbrigðisþjónustu við hvað er að starfsmanni. Fólk á að hringja og tilkynna sig veikt. Annað ekki.

Grundvallarreglan er sú að það kemur engum við nema einstaklingnum sjálfum og hans lækni hvaða sjúkrómar hrjá viðkomandi og það er viðkomandi í sjáflsvald sett hvort hann vill deila þeim upplýsingum og þá hverjum.

Það er auðvitað ekkert að því að tilkynna sig veikan og segja að flensan hafi lagt mann í rúmið – en viðkomandi ræður því sjálfur.  Ef launagreiðandi vill læknisvottorð – þá á að biðja um vinnufærnisvottorð en ekki fullgilt sjúkradagpeningavottorð.