AFL starfsgreinafélag

Launaseðlar og tímaskýrslur geta ráðið úrslitum

skofla

Að gefnu tilfefni vill AFL Starfsgreinafélag hvetja félagsmenn til að halda vel utan um launaseðla sína og tímaskýrslur.  Það getur ráðið úrslitum í málum þar sem félagið fer fram á að laun séu leiðrétt - að félagsmenn hafi haldið utan um gögn sín.  Það er full ástæða til að hvetja fólk til að bera tímaskýrslur saman við launaseðla og síðan við ráðningarsamning.

Vert er að vekja athygli á:

1. Ef ráðningarsamningur er um 100% starf - á alltaf að greiða fullan mánuð nema starfsmaður hafi sjálfur beðið um frí. Ef unnar stundir eru færri en 100% vegna verkefnastöðu - er það á ábyrgð launagreiðanda en ekki starfsmanns.

2. Ef unnin er vaktavinna - er vinna á aukavöktum eða vinna fram fyrir áformuð vaktaslit yfirvinna.  Það er óheimilt að greiða vaktaálög á breytilegar vinnustundir. Vaktaálög á aðeins að greiða á fyrirfram ákveðnar vaktir sem hafa fast upphaf og fastan endi. (ath. það geta verið minniháttar frávik frá þessari meginreglu)

3. Samanlagður tímafjöldi í dagvinnu og vinnu með vaktaálögum á ekki að vera umfram 173 tíma í mánuði.  Alla tíma umfram 173,33 á að greiða sem yfirvinnu.  (ath. það geta verið minniháttar frávik frá þessari meginreglu)

 Ofangreint eru tvö helstu atriði sem félagsmenn okkar eru að glíma við þessa dagana og þá sérstaklega í ferðmannageiranum - þ.e. að fólk er sent launalaust heim vegna verkefnaskorts þó svo að ráðningarsamningar séu fyrir fullu starfi og einnig að vaktaálög eru notuð á alla vinnu umfram dagvinnu - og líka þegar greiða á yfirvinnu.

Félagið vill líka hvetja foreldra og forráðamenn unglinga sem eru að hefja þátttöku á vinnumarkaði til að fara yfir launaseðla barna sinna og útskýra.  Ef einhver vafi er á að rétt sé greitt er viðkomandi bent á að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda póst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.