Færðu rétt vaktaálag? - ekki láta svindla á þér!
Það getur verið flókið að skilja vaktavinnufyrirkomulag og hvernig greitt er fyrir það. Sem betur fer fara langflestir atvinnurekendur eftir gildum samningum og að settum reglum. Því miður eru til undantekningar - og svo geta atvinnurekendur líka gert mistök eins og aðrir. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt hafa í huga ef þú vinnur vaktavinnu.
Vaktaálög eru greidd á þær vinnustundir sem eru unnar utan hefðbundins vinnutíma. Þau eru mismunandi eftir því á hvaða tíma dags er unnið hvort að um er að ræða virka daga eða helgar, helgidag eða stórhátíðadaga.
Vinna umfram 173,33 tíma í mánuð ber að greiða sem yfirvinnu.
Þeir sem vinna vaktavinnu vinna sér inn vetrarfrí.
Forsendur fyrir því að heimilt sé að greiða vaktaálög eru að:
- það komi fram í ráðningarsamningi að starfsmaður sé ráðinn í vaktavinnu
- fyrir liggi vaktaplan- oftast a.m.k. 4 vikur fram í tímann - með upphafi og lok vaktar
Ef þú ert í vafa, skaltu hafa samband við skrifstofu AFLs.
Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun-eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér - sendu okkur línu á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.
Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið. Þess vegna ertu í stéttarfélagi.