AFL starfsgreinafélag

Ný sumarvinna? - ekki láta svindla á þér!

SumarvinnaFlestir sem eru í framhaldsskóla og háskóla á Íslandi vinna í sumarfríinu. Þetta hefur viðgengist lengi hér á landi, þótt víðast annars staðar í heiminum sé þetta óþekkt. Löngum hefur sumarvinna skólafólks verið litin jákvæðum augum. Öllum sé hollt að vinna, þetta sé ágætur undirbúningur fyrir þátttöku á vinnumarkaði síðar og svo sé gott að vinna sér inn dálítinn pening fyrir veturinn. 

En þótt þú sért bara að vinna í stuttan tíma - í einn, tvo eða þrjá mánuði - þá er engin ástæða til að láta svindla á þér. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur stálheiðarlegir, en því miður ekki allir. Og á hverjum er líklegast að þeir reyni að svindla? Auðvitað þeim sem hafa minnsta reynslu. Þess vegna skaltu kynna þér vel hvernig hlutirnir eiga að vera. 

Passaðu upp á
Tímaskráninguna
Ráðningarsamninginn
Kynntu þér launataxtana og kjarasamninginn á heimasíðu AFLs.

 Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun-eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.