Aðalfundur AFLs 20. apríl kl. 15:00
Sumarúthlutun 2024 - 10. apríl kl. 17:00
Úthlutunarfundinum vegna orlofshúsa fyrir sumariið 2024 sem vera átti á morgun 9. apríl 2024 er frestað um einn sólahring.
Úthlutunarfundurinn verður því 10. apríl kl. 17:00.
Afleysingar á Höfn
AFL Starfsgreinafélag óskar að ráða starfsmann til afleysinga á skrifstofu félagsins á Höfn í sumar. Starfið felst í almennum störfum hjá stéttarfélagi, s.s afgreiðslu, símsvörun, tölvuvinnslu, eftirliti með orlofshúsum, vinnustaðaheimsóknum og fleiru.
Ráðning er til 15. september 2024 - æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Viðkomandi þarf að hafa hæfilega tölvukunnáttu, geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Vinsamlega sendið umsókn á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. merkt ”Hornafjörður” fyrir 15. apríl n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Þóra, 4700 301, og Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
AFL samþykkti kjarasamning AFLs/SGS við Samtök Atvinnulífsins
Úrslit í kosningum um nýgerðan kjarasamning AFLs og SGS við SA vegna starfa verkafólks og starfa í veitinga-og gistihúsum lágu fyrir kl. 09:00 í morgun. Beðið var með birtingu úrslita á meðan talningu lauk hjá öðrum SGS félögum.
Kjörsókn hjá AFLi var þokkaleg eða 31,34%. 2.540 félagsmenn voru á kjörskrá og greiddu 796 þeirra atkvæði.
Já sögðu 684 - eða 85,93%
Nei sögðu 69 - eða 8,668
Tók ekki afstöðu - 43 eða 5,402%
Samningurinn telst því samþykktur.
Iðnaðarmenn samþykkja samning
Kosningu Iðnaðarmannadeildar AFLs um nýgerðan kjarasamning lauk á hádegi. Samningurinn var samþykktur með 84,76% greiddra atkvæða. Alls voru á kjörskrá 361 félagi og atkvæði greiddu 105 eða 29,1%. Já sögðu 89 og nei 12 og 4 skiluðu auðu.
Önnur aðildarfélög Samiðnar samþykktu einnig samninginn. Á vegum Samiðnar greiddu 273 atkvæði (39,6% kjörsókn) og þar af sögðu 78,4% já. Hjá FIT var kjörsókn 18,7% og já sögðu 74,10% og hjá Byggiðn var kjörsókn 25,2% og já sögðu 79,9%.
Stuðningurinn við nýgerðan kjarasamning var þannig mestur hjá iðnaðarmönnum í AFLi en kjörsókn var í meðallagi.
Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags
verður haldinn að Búðareyri 1, Reyðarfirði
þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00
Fundarefni:
- Skýrsla formanns deildarinnar
- Kjaramál
- Stjórnarkjör
- Önnur mál.
AFL Starfsgreinafélag
Iðnaðarmannadeild
Więcej artykułów…
- Aðalfundur verslunar- og skrifstofudeildar AFLs Starfsgreinafélags
- Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga AFLs og LÍV við SA og FA
- AFL/LÍV undirritar kjarasamning við SA
- Aðalfundur Starfsgreinadeildar AFLs
- Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn
- Opið fyrir umsóknir um sumarhús 2024
- Útgerðirnar samar við sig!
- Hvernig breytist veikindaréttur sjómanna?
- Tilkynning frá Sjómannasambandi Íslands
- Sjómenn samþykkja kjarasamning
- Hvað er áunnið við aukin lífeyrisréttindi?
- Hvað gengur mönnum til?
- Breytingar á veikindarétti í nýjum samningi sjómanna
- Breiðfylkingin lýsir viðræður árangurslausar
- Sjómenn skrifa undir kjarasamning
- Úthlutun sumarhúsa um páska 6. febrúar
- Sveitarfélög - fyrning ótekins orlofs
- Kjarakönnun Vörðu - rannsóknarstofun vinnumarkaðarins
- Jól 2023
- Aðalfundur Sjómannadeildar 2023
- Líf allt árið á Einarsstöðum - fréttabréf AFLs
- Starfsmannaferð - skert þjónusta
- Ingibjörg Sigurðardóttir - starfsmaður okkar í 27 ár - er látin
- Sjómannasamningar: Árangurslaus fundur
- 33. þing Sjómannasambandsins lýsir yfir stuðningi við samninganefnd