Í gær var undirritaður nýr vinnustaðasamningur milli AFLs/RSÍ við Alcoa. Samningurinn er til tveggja ára og gildir frá síðustu mánaðarmótum en eldri samningur rann út þá.
Samningurinn fer í kynningu og atkvæðagreiðslu á næstu dögum
Starfsmenn og stjórn AFLs fer í dag í stutta starfsmannaferð og er það fyrsta sinn frá upphafi Covid faraldurs sem þessi hópur kemur saman. Skrifstofur félagsins á Egilsstöðum, Vopnafirði og Reyðarfirði verða því lokaðar eftir hádegi í dag. Opið verður til kl. 14 á Neskaupstað og til 16 á Höfn.
Starfsmenn Íslandshótela fara nokkuð á milli hótela en eru ekki aðgreindir á skilagreinum til stéttarfélaga, þannig að AFLi er ómögulegt að vita hvort einhverjir félagsmanna AFLs eru nú við vinnu á þessum hótelum.
Ef svo er – eiga viðkomandi starfsmenn að leggja niður vinnu með Eflingarfélögum. Þeir félagsmenn AFLs sem þannig leggja niður vinnu – geta síðan sótt um verkfallsbætur til AFLs.
Við munum senda erindi á alla starfsmenn Íslandshótela sem eru í AFLi og vekja athygli þeirra á þessu. Jafnframt munum við beina því til þeirra að félagsmenn AFLs gangi ekki í störf félaga okkar í Eflingu sem leggja niður störf. Ef átök Eflingar og SA harðna svo í kjölfarið og boðað verður til umfangsmeiri verkfalla, þ.m.t. starfsmanna við almenna ræstingu – verður íbúðum AFLs við Stakkholt lokað.
Þeir félagsmenn sem eru í íbúðum þegar verkfall skellur á – verður leyft að ljúka dvöl sinni þar, en leigur sem byrja eftir að verkfall hefst, verða felldar niður og félagsmönnum AFLs endurgreidd leigan. Íbúðirnar munu því lokast smátt og smátt og loks verður húsinu öllu lokað á meðan verkfalli stendur. Við beinum því líka til félagsmanna AFLs að gista ekki á einum af þessum hótelum sem fyrsta verkfallið nær til – á meðan á því stendur.
Verður haldinn 7. mars 2023 kl. 18:00 að Víkurbraut 4 Hornafirði.
Dagskrá
Kjaramál
Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
Kjör stjórnar deildarinnar
Önnur mál
Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska og þarf að senda beiðni um það í síðasta lagi kl 14:00 fundardag. Beiðnin óskast send á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
Þar sem nú er að hefjast atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks ræstingafyrirtækja í Reykjavík - o.þ.á.m. Sólar ehf., sem annast ræstingu í orlofsíbúðum AFLs við Stakkholt, höfum við lokað fyrir nýjar bókanir í Stakkholti frá 27. febrúar og fram að 15. mars. Þeir sem þegar hafa bókað á þessum tíma - fá skilaboð á næstu dögum um að mögulega verði leiga þeirra felld niður og endurgreidd. Komi til verkfalls og það stendur lengur en til 15. mars - verða þær leigur sem þegar er búið að bóka og lenda á "verkfallstíma" felldar niður og endurgreiddar.
Þeir sem eru í Stakkholdi þegar verkfall hefst - verður leyft að ljúka sinni dvöl þar -enda eru íbúðir ekki ræstar á meðan leigu stendur.
AFL Starfsgreinafélag hefur í samningi sínum við Sólar ehf ákvæði um að starfsmenn sem vinna að ræstingu í Stakkholti séu félagar í Eflingu og njóti að lágmarki kjara í samræmi við gildandi kjarasamninga.
Það verða samt engar leigur felldar niður fyrr en í síðustu lög og þegar fyrirsjáanlegt er að ekki muni vera unnt að ræsta þær fyrir upphaf leigu - jafnvel þó að verkfalli ljúki skyndilega. Fari svo að verkfallsboðun verði ekki samþykkt í atkvæðagreiðslu Eflinga - verður strax opnað fyrir bókanir aftur.