AFL starfsgreinafélag

Uppsagnir hjá Granda

FrystiusV
Myndin tengist ekki fréttinni

Í dag var 11 starfsmönnum Granda hf. í frystihúsi félagsins á Vopnafirði sagt upp störfum. Áður hafði þremur starfsmönnum verið sagt upp og loks eru tveir starfsmenn að hætta af öðrum ástæðum og verður ekki ráðið í stað þeirra.  Fækkun starfa á Vopnafirði eru því 16 störf á stuttum tíma sem myndi jafngilda því að um 5.600 störf hefðu glatast á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt því sem AFL kemst næst eru flestir þeirra sem sagt var upp, af erlendum uppruna og búsettir á Bakkafirði en þar hefur allri fiskvinnslu verið hætt og íbúar hafa sótt vinnu til Vopnafjarðar.

Ennfremur herma fréttir að frekari uppbyggingu frystihússins á Vopnafirði sé hætt.

Þar sem innan við 100 starfsmenn eru starfandi í frystihúsinu sjálfu mun AFL Starfsgreinafélag hafa samband við Vinnumálastofnun og kanna hvort lög um fjöldauppsagnir eigi við.

Nýjir eigendur tóku við stjórn Granda hf á aðalfundi félagsins í vor.

uppfært: Stjórnendur hjá HB Granda höfðu samband við AFL undir kvöld og mótmæltu því að verið væri að stöðva uppbyggingu frystihússins á Vopnafirði en sögðu að unnið væri að breytingum á fyrirkomulagi á vinnslu á bolfiski og rekstri hússins á milli uppsjávarvertíða.