AFL Starfsgreinafélag mætir vel mannað á ársfund ASÍ á fimmtudag og föstudag því félagið á nú 22 fulltrúa af um 290 fulltrúum alls. Á síðsta ári áttu AFL - Starfsgreinafélag Austurlands, Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar og Vökull Stéttarfélag alls 15 fulltrúa.
Kjaramálaráðstefnu Samiðnar lauk á Selfossi í dag. Á ráðstefnunni, sem sótt var af trúnaðarmönnum iðnaðarmanna á fjölmörgum vinnustöðum um land allt, fjallað var um áherslur í komandi kjarasamningum og starfsréttindi iðnaðarmanna.
Mikið hefur verið um það síðustu daga að haft hefur verið samband við félgið, ýmist af elendu launafólki eða íslensku samstarfsfólki þess - vegna réttindamála erlendra á vinnumarkaði hér á landi. Rekur starfsfólk félagsins þetta m.a. til umfjöllunar um málefni GT-verktaka/Nordic Construction Line /GTVS
Í stað þess að vera nú á leið heim til fjölskyldna sinna, verða Lettarnir 13 er dvelja á Egilsstöðum og hafa verið í skýrslutökum og vitnaleiðslum vegna ásakana í garð GT verktaka / Nordic Construction Line um um svik við launagreiðslur, verða þeir enn um sinn á landinu.
Lögreglan hefur lokið skýrslutökum af þeim 13 er kærðu fyrirtækin en óskar eftir að ræða frekar við mennina og bera undir þá einhver gögn sem aflað hefur verið.
Í næstu viku fer allfjölmennur hópur Portúgalskra verkamanna er unnið hafa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar síðustu 3 ár af landinu. Í tengslum við starfslok þeirra kemur verður yfirtrúnaðarmaður, Oddur Friðriksson, með fundi á svæðinu með Portúgölskum túlk í dag, föstudag og fram á laugardag.
Einn starfsmanna GT verktaka / Nordic Construction var laust fyrir háfleitt sl. nótt úrskurðaður í farbann í hálfan mánuð. Embætti ríkislögreglustjóra krafðist farbannsins en efnhagsbrotadeild lögreglunnar hefur tekið við rannsókn kærumála starfsmanna GT verktaka / Nordic Construction oog Vinnumálastofnunar á hendur þessum fyrirtækjum.