Kjarasamningur smábátasjómanna
Bætt staða fiskvinnslufólks í hráefnisskorti
Um áramót taka gildi ný lög er bæta stöðu fiskvinnslufólks í hráefnisskorti. Í stað þess að fá aðeins greidd dagvinnulaun frá launagreiðanda getur fiskvinnslufólk sótt um að fá mismun dagvinnulauna og tekjutengdra atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun. Lögin taka gildi 1. janúar 2008 og voru sett m.a. í kjölfar fundar er sviðsstjóri Matvælasviðs SGS og lögmaður SGS héldu með félags-og tryggingamálanefnd Alþingis fyrr í mánuðinum. Sjá lögin
Rýnihópur um húsbyggingu
AFL Starfsgreinafélag hefur keypt húseignina að Búðareyri 5 á Reyðarfirði en húsið þar er ætlað til niðurrifs og ljóst er að á lóðinni verður unnt að byggja 1000 - 2000 fermetra hús - eða mun stærra en AFL þarf undir Reyðarfjarðarskrifstofu sína. Því standa félaginu ...
Stjórn sjómannadeildar
Á stofnfundi sjómannadeildar AFLs sem haldinn var 19. desember var kjörin ný stjórn, í henni sitja:
Grétar Ólafsson formaður,
Stephen Johnson varaformaður,
Björgvin Erlendsson ritari,
Jóhannes Hjalti Danner meðstjórnandi og
Guðjón Guðjónsson meðstjórnandi,
Stofnfundur Sjómannadeildar AFLs
AFL Starfsgreinafélag boðar til stofnfundar sjómannadeildar AFLs í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði miðvikudaginn 19. desember 2007 kl. 17:00
More Articles ...
- Tillögur málþings -sagan varðveitt
- Kröfugerð lögð fram
- Skrifum söguna - vertu með
- Siðfræðnámskeið Vopnafirði
- Starfsendurhæfing Austurlands
- Góður dagur í dag: Starfsendurhæfing tekur til starfa
- Fjölmennt á Siðfræðinámskeið
- Undirbúningur kjarasamninga
- Góðir vinnustaðafundir
- AFL og RSÍ. Vinnustaðafundir hjá ALCOA