AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Formannafundur Sjómannasambandsins

Formenn AFLs

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar AFLs  Stephen Johnson, Björgvin Erlendsson og Sverrir M. Albertsson á formannafundi sjómannasambandsins sem haldinn var 26 og 27 okt.

Björgvin var kjörinn formaður Sjómannadeildar AFLs á stofnfundi félagsins í apríl sl. Stephen var formaður Sjómannadeildar Vökuls fyrir sameiningu félaganna og Sverrir er starfsmaður AFLs. Stofnfundur Sjómannadeildarinnar er fyrirhugaður næstu vikurnar.

Rædd voru skipulagsmál Sjómannasambandsins en vegna verulegrar fækkunar í stétt sjómanna síðustu ár stendur Sjómannasambandið frammi fyrir rekstrarvanda þjónustuskrifstofu þess.

Ennfremur voru kjaramál til umræðu og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Fundurinn lýsti óánægjum með að ekki var leitað samráðs við sjómannastéttina vegna mótvægisaðgerða en kvótasamdráttur mun víða bitna harkalega á sjómannastéttinni.

Þá hvatti fundurinn eindregið til að staðsett yrði björgunarþyrlusveit á Akureyri.

Að fundinum loknum eða seinnipart laugardags bauð Sjómannafélag Eyjarfjarðar fundargestum og mökum þeirra til óvissuferðar sem m.a. fór um "EktaFisk" í Hauganesi þar sem snæddur var saltfiskur í mismunandi búningi og hlustað á skemmtisögur. Óvissuferðinni lauk í bruggverksmiðjunni Kalda á Árskógsströnd þar sem fundargestir kynntu sér framleiðslu fyrirtækisins.

Formannafundur SSÍ var fjölsóttur og voru um 40 fundargestir frá sjómannafélögum og sjómannadeildum blandaðra félaga.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi