Starfsendurhæfing: Komin í gang
Tíu einstaklingar hófu í gær formlega endurhæfingu á vegum Starfsendurhæfingar Austurlands en átta mánuðir eru síðan fyrst komu fram hugmyndir um stofnun StarfA. Erla Jónsdóttir er forstöðumaður StarfA.
Kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning meðal almennra félagsmanna hefjast á morgun föstudag en í gærkvöld samþykkti samninganefnd félagsins að mæla með því við félagsmenn að þeir samþykki samninginn.
Vinnustaðir og hópar sem óska eftir kynningu fyrir utan meðfylgjandi fundarplan geta haft samband við næstu skrifstofu félagsins. Ennfremur verður opnuð ný undirsíða á heimasíðu félagsins á morgun þar sem settar verða inn allar upplýsingar um nýgerða samninga og kynningarefni sett fram og fréttir af kynningum.