AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Um helmingur launakrafna er vegna erlendra félagsmanna

Vinnumarkadur

Alþýðusamband Íslands birtir í dag skýrslu um ástand á vinnumarkaði með sérstakri áherslu á innflytjendur og aðstæður þeirra.  Í skýrslunni kemur fram að um helmingur launakrafna er aðildarfélög ASÍ gera fyrir hönd félagsmanna er vegna erlendra félagsmanna sem þó eru ekki nema um 20% vinnumarkaðarins.  Rösklega helmingur innflytjenda segist í könnun, hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum síðustu 12 mánuði.  Frekar er brotið á ungu fólki en eldra.  Hægt er að nálgast skýrsluna á vef Alþýðusambandsins - www.asi.is.

Þó ofangreind tala - þ.e. um helmingur launakrafna sé vegna erlends launafólks - gildi fyrir Alþýðusambandsfélögin í heild er hlutfallið mun hærra hjá t.d. AFLi.  Án þess að við höfum tekið saman nákvæma tölfræði um þessi brot á félagssvæði AFLs er það tilfinning starfsmanna félagsins að stærstur hluti "launaleiðréttinga" sem félagið hefur milligöngu um fyrir sína félagsmenn sé fyrir ungt erlent launafólk sem starfar í ferðaþjónustu og hótel og veitingageiranum.

Þessi mál eru ekki alltaf stór og viðamikil - oft er nóg að hafa samband við launagreiðanda og útskýra reglur um vaktavinnu eða fara yfir tímaskýrslur og launaseðla og senda erindi með ósk um leiðréttingar.  Önnur mál verða stærri og enda jafnvel fyrir dómstólum.

Það er verulegt hagsmunamál fyrir allt launafólk - innlent sem erlent, að launagreiðendur komist ekki upp með launaþjófnað.  Skipulegur launaþjófnaður - hvort heldur stór eða lítill - er í raun félagsleg undirboð sem hafa langtímaáhrif til lækkunar kjara allra í viðkomandi atvinnugreinum.  Það er því mikilvægt fyrir launafólk að hafa vakandi auga á sínum vinnustað og láta vita af misferli og beina launafólki sem verið er að brjóta á  - til félagsins.  Senda má erindi til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við lesum íslensku, norðurlandamál (nema finnsku), ensku, pólsku og serbnesku/króatísku.  Auk þess getum við staulast fram úr öðrum tungumálum með aðstoð gervigreindar.

 

Samningur við sveitarfélögin samþykktur

Sveitaf nidurst

Í morgun lauk atkvæðagreiðslu um nýlega gerðan skammtímasamning við sveitarfélögin sem gildir út mars á næsta ári.

Atkvæðagreiðslan var sameiginleg meðal allra 18 félaga Starfsgreinasambandsins sem að samningum stóðu og stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu 684 eða 78,62%. Nei sögðu 144 eða 16,55%. 4,83% tóku ekki afstöðu. Sjá samninginn og viðbæturnar hér - Einnig aðgengilegur hér 76-fundur samstarfsnefnd SGS frá 13 sept. 2023

Áfall fyrir Seyðisfjörð

Í dag kynnti Síldarvinnslan áform um lokun á bolfiskvinnslu á Seyðisfirði en í dag starfa um 30 starfsmenn við vinnsluna.  Þar með er líklegt að "frystihúsarekstur" á Seyðisfirði leggist af eftir áratuga samfellda sögu.

Fiskimjölsverksmiðja SVN verður áfram rekin á Seyðisfirði og togarinn Gullver gerðu út - þó að landanir flytjist eflaust annað.

AFL Starfsgreinafélag mun boða fund með starfsfólki á næstu dögum.  Það er lítið sem félagið eða aðrir aðilar geta gert til að hafa áhrif á þessa ákvörðun SVN en félagið mun heyra í starfsfólki og kanna hvort unnt verður að aðstoða það í kjölfar þessarar ákvörðunar.

AFL hefur verið í sambandi við Vinnumálastofnun á Austurlandi vegna þessarar fréttar og munu þessir aðilar stilla saman strengi hvað varðar ráðgjöf og aðra aðstoð sem félagsmönnum stendur til boða. 

Starfsdagur starfsmanna grunnskólanna

IMG 3124

Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á félagssvæði AFLs stendur nú yfir á Reyðarfirði.  50 - 60 starfsmenn grunnskólanna - allt frá Hornafirði til Vopnafjarðar eru mættir á þennan atburð. Vönduð dagskrá er fram eftir degi en honum líkur svo með kvöldverði áður en fólk heldur til síns heima- sumt hvert um langan veg. 

Kjarasamningur við samband íslenskra sveitarfélaga undirritaður

Í hádeginu í dag var gengið frá kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við sveitarfélögin. AFL er aðili að samningum sem gildir frá 1. október n.k. til 31 mars 2024

Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslumeðal félagsmanna sem taka kjör eftir honum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi