AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningar verslunarmanna samþykktir

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félaga LÍV í kosningu um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda liggja nú fyrir.

Kjarasamningur LIV við SA var samþykktur með 88,48% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 699 félagsfólk í félögum innan LÍV og nei sögðu 58 eða 7,34%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 17 eða 2,15 %. Á kjörskrá um samning LÍV og SA var 3.290 félagsfólk í félögum innan LÍV og greiddu 790 atkvæði, og var kjörsókn því 24,01 %.

Kjarasamningur LÍV við FA var samþykktur með 100% atkvæða, en já sögðu 16 LÍV félagar. Á kjörskrá um samning LÍV og FA voru 36 LÍV félagar og greiddu 16 atkvæði, og var kjörsókn því 44,44%.
Atkvæðagreiðslan var rafræn og var haldin dagana 14.- 21. desember 2022.

Á sama tíma fór fram kosning um kjarasamning VR, en VR er stærsta aðildarfélag LÍV.

Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með 81,91% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 7.808 VR félagar og nei sögðu 1.504 eða 15,78%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 220 eða 2,31 %. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 39.115 VR félagar og greiddu 9.532 atkvæði, og var kjörsókn því 24,37 %.

Kjarasamningur VR við FA var samþykktur með 85,17% atkvæða, en já sögðu 247 VR félagar og nei 38, eða 13,10%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 5 eða 1,72 %. Á kjörskrá um samning VR og FA voru 939 VR félagar og greiddu 290 atkvæði, og var kjörsókn því 30,88%.

Niðurstöður félaga

nidurstada nidur a felog innan LIV

(tekið af heimasíður Landssambands Íslenskra Verslunarmanna - www.landssamband.is )

Samningarnir samþykktir

Aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 12. desember síðastliðinn. Kosningum lauk í dag, 21. desember.

Samidn 890x668Samningurinn felur í sér breytingar og viðbætur kjarasamninga aðildarfélaga Samiðnar og þá sérkjarasamninga sem teljast hluti þeirra:

  • Aðalkjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju og Samtaka atvinnulífsins
  • Kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í byggingariðnaði og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins.
  • Kjarsamning Samiðnar og Félags pípulagningameistara
  • Kjarasamning Samiðnar og Bílgreinasambandsins
  • Kjarasamning Byggiðnar og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga í byggingariðnaði
  • Kjarasamning SA og Félags- iðn og tæknigreina vegna snyrtifræðinga
  • Kjarasamning SA og Félags iðn- og tæknigreina vegna hársnyrtisveina

samidn

 

Kosningar standa yfir - Ongoing elections - Głosowanie w toku

Kosningar2022

Kosningar standa nú yfir um þrjá aðalkjarasamninga - þ.e. kjarasamning SGS/Starfsgreinadeildar AFLs, kjarasamning Samiðnar/Iðnaðarmannadeildar AFLs og Landssambands Íslenskra Verslunarmanna/Verslunarmannadeildar AFLs við Samtök atvinnulífsins.  Fyrstu kosningunni þ.e. kosningu um kjarasamning SGS við SA lýkur 19. desember á hádegi en kosningu um hina tvo samninga lýkur á hádegi 21. desember.  Kosið er á "mínum síðum", kynningarefni um samninganna er einning á kosningasíðunni.

Elections are currently underway for three main collective agreements - ie. the collective agreement of SGS/ AFL´s general workers, the collective agreement of Samiðnar/skilled workers and tradesmen of AFL and the LÍV/office and shop workers of  AFL SA. The first election ie the election on SGS's collective agreement with SA will end on December 19 at noon, while the election on the other two contracts will end on December 21 at noon. Voting takes place on "my pages"  and there is promotional material about the agreements on the election page.

Obecnie trwają wybory do trzech głównych układów zbiorowych – tj. układ zbiorowy pracowników ogólnych i specjalnych SGS/AFL, układ zbiorowy Samiðnar/pracowników wykwalifikowanych i rzemieślników AFL oraz LÍV/pracowników biurowych oraz branży handlowej  AFL a Konfederacją Pracodawców Islandzkich  SA. Pierwsze głosowanie dotyczące układu zbiorowego SGS z SA zakończą się 19 grudnia w południe, natomiast wybory dwóch pozostałych umów zakończą się 21 grudnia w południe. Głosowanie odbywa się na naszej stronie pod zakładką „moja strona”. Na stronie wyborczej znajdują się materiały promocyjne dotyczące każdej z umów.

Kosning hafin - Election -Głosowanie rozpoczęte

kosn

Kosning hafin - Election- Głosowanie rozpoczęte

 

Kosningar um nýgerðan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandins eru hafnar.  Félagsmenn AFLs kjósa á „mínum síðum“ á www.asa.is og hægt er að skrá sig inn á síðuna með rafrænum skilríkjum og einnig með lykilorði.SGSa

The election on the new General Contract for general workers has started.  Members og AFL can vote on „my pages“ at www.asa.is.  You can log on using electronic signature or a password.

Rozpoczęto głosowanie do nowo zawartego Układu Zbiorowego 17 stowarzyszeń członkowskich wchodzących w skład Federacji Pracowników (Starfsgreinasamband Ísland). Członkowie AFL głosują na stronie www.asa.is, w zakładce „moja strona” logując się za pomocą elektronicznego identyfikatora lub hasła.

Lesa meira

Atkvæðagreiðslu lokið

Atkvæðagreiðslu Starfsgreinadeildar félagsins um kjarasamning SGS við SA lauk kl. 12:00 á hádegi.

Á kjörskrá voru                 2993      félagsmenn
Atkvæði greiddu              772         eða 25,8%

  • Já sögðu 645 eða 83,55%
  • Nei sögðu 96 eða 12,43%
  • Auðir seðlar 31 eða 4,02%

Samningurinn er því samþykktur og gildir frá og með 1. nóvember s.l.

kosning

Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum SGS sem stóðu saman að gerð hans undir forystu SGS.  Að meðaltali voru það 85% þeirra sem greiddu atkvæði í þessum 17 félögum sem samþykktu samninginn en 11% greiddu atkvæði gegn honum en rösk 3% skiluðu auðu.  Kjörsókn var að meðaltali 16,6%.

Alls eru það 27.000 félagsmenn sem voru á kjörskrá en aðeins um 4.000 greiddu atkvæði.  Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. nóvember og fær því launafólk sem fær laun skv. samningnum leiðréttingu fyrir nóvembermánuð með næstu útborgun.

Atkvæðagreiðslur standa enn yfir fyrir verslunar- og skrifstofufólk og iðnaðarmenn í félaginu og lýkur kl. 12:00 á miðvikudaginn

Kjarasamningar undirritaðir hjá iðnaðarmönnum og hjá verslunarmönnum

idnadarmenn

VerslunE

Samiðn f.h iðnaðarmannadeild AFLs sjá samning og Landssamband íslenskra verslunarmanna f.h. deild verslunar og skrifstofufólks sjá samning hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024. 

Samningurinn felur í sér umtalsverðar kjarabætur. Frá og með 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun um 6,75% en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin felur í sér flýtingu og fullar efndir hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu þann 1. maí 2023.

Samhliða almennum launahækkunum hækka kauptaxtar og nýjar launatöflur taka gildi. desember- og orlofsuppbætur taka hækkunum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofsuppbót verður 56.000 kr. 

Markmið samninganna er að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggir undir stöðugleika og skapar forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma er það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta.

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga fara fram á asa.is/minarsidur og hefjast um hádegi 14. desember og standa í viku

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi