Smábátasjómenn fella á Austurlandi
Talið var í atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning fyrir sjómenn á bátum undir 12 tonnum á félagssvæði AFLs nú seinnipartinn í dag. Samningurinn var felldur með 66% atkvæða en 33% sögðu já. Smábátasjómenn eru því áfram samningslausir nema á Hornafirði en þar er í gildi eldri samningur. Eftir sem áður gilda að sjálfsögðu sjómannalög og þau réttindi sem þau lög veita.